Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Page 5

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Page 5
Með dauðann ó hœlum sér Sönn saga frá Kanada JÓRUNN og GUNNAR voru landnemar. Þau voru norsk að ætt og uppruna. Þau bjuggu í Kan- ada og kölluðu býlið sitt Hól. Gunnar fór ekki oft í kaupstað, en alltaf skrapp hann þó fyrir jólin. Þá brá Jórunn sér gjarnan til nágranna sinna og hafði börnin með sér. Þarna var enn mjög strjálbýlt, og leiðin, sem Jórunn varð að aka yfir hjarnbreiðuna, var tuttugu og fimm kílómetrar. Þegar þessi saga gerðist, lagði Jórunn af stað frá nágrönnunum í rökkurbyrjun. Þá er hún og börnin voru setzt í sleðann á hlaðinu á Grund, og hestarnir stóðu japlandi og stappandi, fullir af fjöri og heimfýsi, sagði Jóhann bóndi og leit yfir hvita víðáttu sléttunnar: ,,Mér er ekki vel við að sleppa þér af stað svona seint á degi. Það er farið að bregða birtu. Ég held þú ættir að bíða róleg til morguns.“ Jórunn hló. ,,Það er öllu óhætt,“ sagði hún. „Færið er gott, og bráðum kemur tunglið upp. Hestarnir eru óþreyttir, og þó að þeim hafi liðið vel við stallinn hérna, ímynda þeir sér áreiðanlega, að heyið og meira kappi en nú? Það er að minnsta kosti vert fullkomlega alvarlegrar athugunar. Að endingu Þó að ég þykist þess fullviss, að Mývetningum væri gerð mikil vanvirða með því að ætla, að hugur þeirra til þessara vandamála kæmi fram í kæruleysi og tvískinnungsmálflutningi þess manns, sem trúlega mun hafa talið sig gildan full- trúa til verndar sóma og hagsmunum þeirra í skrifi sínu, verður ekki talið líklegt, að neinn ein- staklingur skeri sig úr og kippi upp netum sín- um til að forðast hið feiknlega fugladráp. En eins °g þegar hefur verið að vikið, má sannarlega vænta þess af slíkum mönnum sem Mývetning- um, að þeir ráði sameiginlega ráðum sínum og leiti um þennan vanda þeirra úrræða, sem megi duga. En ef svo ólíklega færi, að um það gæti ekki orðið samkomulag, þrátt fyrir bezta vilja fjöl- margra, þá tjóar ekki annað en beita lögunum um náttúruvernd, athuga sem allra ýtarlegast og skil- merkilegast alla málavexti og öll hugsanleg úr- ræði, en síðan hiklaust og án allrar linku beita þeim ráðstöfunum, sem að fróðustu manna yfirsýn verða taldar sameina bezt að tryggja náttúru- auðæfi og náttúruundur og þar með komandi kyn- slóðir í Mývatnssveit og góða afkomu þeirra, sem þar búa nú. ÞÝRAVERNDARINN 85

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.