Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Side 10

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Side 10
„Ég tæki mér það til þakka,“ svaraði karl- tetrið. Þeir fóru svo með honum í búðina, drógu sig út í horn, en karlinn stóð og glápti á verzlunar- manninn. Hann var að afgreiða einn viðskipta- vininn, sem margt þurfti að kaupa. Þegar karl hafði horft á hann um hríð, fór hann til fylgdar- manna sinna og mælti svo hátt, að vel heyrðist um alla búðina: ,,Já, satt er það, ósköp er hann nú líkur manni!“ Og hvað sýnist ykkur um þennan, sem þarna situr og er að sötra úr skálinni sinni? Er hann ekki furðu líkur sköllóttum manni, sem er ný- kominn fram úr rúminu og er að hressa sig á einhverri vökvun, áður en hann fer til vinnu sinnar ? Beta litla og boltinn Beta skoðar boltann stóra, — hæ, boltinn er mesta þing, það er svei mér gaman að setja í hann klóna og sjá hann snúast í hring. Svo klifrar Beta upp á boltann og þykist bara nokkuð kræf. Mjá, víst mun þetta verða kisa vösk og mikilhæf. Þarna er hún þá komin ógnar hátt, mikil ósköp er stýrið sperrt. Hún mjálmar: ,,Að hrapa héðan mundi held ég ekki vert.“ En boltinn sá arna er voða valtur og vont er að halda sér. „Mjá, mjá!“ segir hún aftur og aftur. „Skyldi enginn hjálpa mér?“ Lítil stúlka og tvœr dúfur Dúfurnar mínar kurruðu og kölluðu á mig, báðu mig að koma, og svo kúrðu þær sig hjá mér, og nú stara þær hræddar á þig, sem stanzað hefur á götunnar grýtta stig. Og vesalingarnir vænta þess ég verndi sig. Þær eru vondu vanar, vita að strákar reyna að hæfa þær með steinum. „Æ, hvað skyldu þeir • níí mema: spyrja þær og horfa ósköp hissa á mig. Og mundi annars von en þær óttist þig? Og svo stingst hún á hausinn, og stýri og lappir er stórlega skrýtið að sjá. Hún flýtir sér burt, vill forðast ykkur, sem flissandi horfið á. En ef þú brosir við þeim, beygir þig og strýkur, verðið þið mátar, jafnvel vinir fyrr en lýkur. Lít ég þér í augu: þar leiftrar og skín, dúfurnar hafa kveikt þau, kertaljósin þín.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.