Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Qupperneq 16

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Qupperneq 16
ég hlátur. Það var auðvitað tóbakskarlinn. Svo var þá allur minn hetjuskapur búinn. Mér fannst ég aleinn í mjög vondri veröld, og ég fór að há- gráta. — En svo heyrði ég rödd móður minnar: „Svona, elskan mín, vertu ekkert að gráta. Þú ert karlmaður, mundu það.“ Hún strauk mér um augun og vangana. „Ertu nokkuð meiddur?“ „Nei,“ svaraði ég. „Það er bara þessi hafur, og þessi tóbakskarl þarna, sem er að hlæja að mér.“ „Látum nú hafurinn vera,“ sagði mamma. „Hann er nú bundinn greyið, og þess vegna er honum vorkunn, en ég skal tala við tóbakskarl- inn.“ Hún sneri sér síðan að honum, og það var eins og honum hnykkti við. „Ert það þú?“ sagði hann vandræðalegur, og tóbakstaumamir ultu úr báðum munnvikum nið- ur hökuna á honum. „Já, það er ég, Gvendur greyið,“ sagði mamma, „og þessi drengur er sonur minn. Það er þá sama kvikindisartin í þér eins og þegar prest- urinn var að búa okkur undir ferminguna. Þegar við vorum úti að leika okkur, þá varst þú státinn og hrekkjaðir okkur, telpurnar úr kotunum, en inni hjá prestinum varstu eins og mús undir f jala- ketti og vættir einu sinni buxurnar þínar, fjórtán ára strákurinn, af því þú hafðir ekki manndóm í þér til að biðja prestinn að lofa þér út.“ Sjómennirnir ráku upp hlátur, allir nema Gvendur. Hann sneri sér undan, gekk svo glott- andi að hafrinum, sparkaði framan í hann og sagði: „Það var hafurinn, en ekki ég, sem . . .“ Síðan steinþagnaði hann og labbaði nokkur skref, stanz- aði fremst frammi á sjávarbakkanum. Þá sleppti mamma hendinni á mér, vatt sér að hafrinum og leysti hann, kom því næst til mín aftur og horfði á hafurinn. Það gerði ég líka — og eins sjómennirnir. Og hafurinn leit á Gvend, gekk þvi næst rólega, rétt eins og hann væri að læðast, í áttina til Gvendar, lyfti sér svo allt í einu, setti undir sig hausinn og skellti hornum í botninn á Gvendi, sem baðaði út höndum, rak upp öskur og steyptist niður í þarabrúkið. Ósköp hlógu þeir, sjómennirnir. Við mamma leiddumst upp eftir — og hvorugt okkar hló. En við hlógum seinna, þegar mamma fór að segja pabba og systur sinni og manninum hennar frá Gvendi og hafrinum. Börn leika sér við ketti og hunda, lömb, kiðlinga, kálfa, folöld og jafnvel fullorðna hesta. En hugsið ykkur að hafa að leikfélaga stærsta landdýrið, sem til er. Hún er þó auð- sjáanlega ekki hrædd, litla stúlkan, sem situr á hausnum á fílnum, og fíllinn er góður og gælinn og hefur yndi af leiknum. Hvernig mundi svo leiknum ljúka? Þannig, að fíllinn vefur rananum utan um telpuna og setur hana niður eins og hún væri úr brothættasta gleri! DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Samhand dýraverndunarfélaga íslands. Ritstj.: Guðmundur Gislason Hagalín, Silfurtúni, Garðahreppi (Sími 50166. Pósthólf 1342). Afgreiðslu annast Þorgils Guðmundsson, Hraunteigi 21 (Simi 34344. Pósthólf 993). Þorgils er að hitta á Fræðslumálaskrifstofunni alla virka daga frá kl. 9 til 5. Verð blaðsins er kr. 30.00. Gjalddagi er 1. júlí. Vinnið kappsamlega að útbreiðslu Dýraverndar- ans. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar. 96 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.