Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 14
IO DÝRAVERNDARINN HESTAR OG- REIÐMENN Á ÍSLANBI. Eftir George H. F. Schrader. Jónas Jónasson hefir islenskaS. Akureyri. Prentsmiöja Björns Jónssonar. 1913. Þaö er nýnænii aö geta sagt frá bók á islensku um hesta- rækt, hiröingu á þeim og meðferö. Engin bók til á íslensku um þau efni fyr en þessi kemtir, sent hér er nefnd. Hér er heldur engin hesta-r æ k t, þrátt fyrir allan hestafjöldann. „Aöalmarkmiöið, sem eg er aö ná,“ segir höfundurinn, „er aö bæta kjör hinna ágætu hesta á íslandi,, til þess aö þeir nái þeint réttindum til góörar hiröingar og nteöferöar, sent mann- úöin heimtar aö þeim sé látin í té.“ Bókin er 225 blaösíöur í 4 bl. broti, meö fjölda af ágætum myndurn. Um svo stóra bók veröur hér engiim ritdómur skrif- aöur. Þaö veröur aö nægja, aö benda á þessa íróðlegu og góðu bók. Verð hennar er 3 krónur, og því ódýr eftir stærö. Hvort þaö borgar sig fyrir hrosseigendur aö gefa 3 kr. fyrir allan þann mikla og margvíslega fróöleik, sent bókin hefur aö geyrna! Þær krónur koma tíu sinnum aftur á fyrsta ári. Efnisyfirlit: Iiófurinn. Iióf- og fótahiröing. Samsetningur á hófsmyrslum. Járningin. Hesthúsin. Opinlier samkomuhús og hesthús. Fóörun hesta. Fóðurtegundir og fóðurskamtar. Dagskamtar. Um brynningar hesta. Um þrifnaö á hesturn. Varnar- og læknisráö. Beislaútbúnaöur. Mélin. Teymingar og taumliönd. Hefting. Reiötygi. Söðlar. Álagning. Að stiga á bak og af baki. Taumhald. Samkend manns og hests. Hversu ríða skal. Ganglag hesta. Vaður. Vagnar og kerrur, aktygi og keyrsla. Svipur, sporar og kargir hestar. Kynbætur hesta. Dýraverndunarfélög. Skýrsla um hámark hlauphesta og stökk- hesta. Viöbætir er um: búnaðar- og verslunarmál, liendingar til ,,íslandsvinafélagsins“, Caroline Rest (feröamanna- og hestahælið á Akureyri) og þakkarorð. Flér er mikiö mál og margt um að ræða. Annað mál er þaö, hvort íslenskir hestaeigendur og hestamenn, reiömenn, vilja skrifa undir allar þær kenningar, sem bókin flytur. En hvað sem þvi líður, verðum vér að ráðleggja öllurn hestaeigendum að eignast bókina og fræöast af henni. Það er þeirra eigin liagur, og hestunum þá ekki síður til góðs.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.