Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 7
D Ý R A V E R N D A R I N N 39 Mér dettur í hug, að þetta hafi veriS satt sagt hjá manninum, að þetta væri alls ekki óvanalegt, þvi nú i haust um svipað leyti var eg nokkra daga á Sauðárkróki. Eg var þá síst búin að gleyma þessu atviki frá því í fyrra og athugaði réttirnar. Nema hvað ? Nákvæmlega sama útsýnið yfir þær — en veður var mildara, svo að þvi leyti leið skepnunum betur. Að maður sleppi nú alveg þeim stórskemdum, sem verða á reiðverum, þegar illa viðrar og ekki einu sinni hægt aS fá skýli yfir þau. HvaS skyldi einn íslenskur reiðingur koma til með að vega, þegar hann er búinn að rigna allan heila dag- inn yfir ? Það er að minsta kosti góð viðbót við þessi vanalegu 250 pund, sem hverju hrossi er boSið, þó dagleið sé fyrir höndum, og meira til. Mér dettur oft í hug, hvort hrossaeigendur séu alveg stein- blindir fyrir útsýninu yfir hrossaréttirnar á Sauðárkróki, og illri meðfeð sem því miður á sér stað of víða, sérstaklega á hrossum, og hreint skil eg ekkert í þvi litillæti hjá bændum, að þyggja svona úr garði gert „aðhald" fyrir hross sín, þegar komið er meS þau oft langar leiðir að, bæði þreytt, heit og svöng, þá er ekkert fyrir hendi annað, en að kasa þau i þess- um þokkalegu réttum; það mætti þó ekki minna vera en að réttirnar værtt vel mokaðar, en það virðist enginn taka eftir því, að þess þurfi með. Á vetrum veit eg ekki betur en séu til- finnanleg vandræði að fá viðunanleg skýli yfir hross, ef menn eru með þau nætursakir á Sauðárkróki. Hér þarf því stórra umbóta við og það sem fyrst, það hlýtur hver að sjá. Mætti strax telja það mikla umbót, þó ekki væri nema skúr — járnskúr með steingólfi steyptu. En sannarlega væri það æskilegt, að það yrði sem fullkomnast, og með því fyrirkomulagi, að hægt væri að hafa hrossin þar við hey- gjöf — og eins sem rétt. Eg vona að þetta mál verði tekið til meðferðar á sýslufundi Skagfirðinga í vetur, sem haldinn verður á Sauðárkróki. Gæti eg best trúað, að önnur málefni, sem þar verða rædd, yrðu ekki þarfari en þetta. Jónas teiknikennari Snæbjarnarson hefur góðfúslega lofað að gera teikningu og áætlun um kostnað á viðunanlega góðu hestahúsi. Mun eg því senda það til hins háttvirta sýslumanns Skag- firðinga ásamt ósk um að málinu verði ekki stungið undir stól.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.