Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 4
84
DÝRAVERNDARINN
I tárum augun Tuma flóa
af tregans kvalraun, — fyrsta sinn.
Hann starir, — sér í svipan k j ó a
i sárum liggja — vængbrotinn!
*
Nú reikar Tumi, ráöi þrotinn,
og rýnir út í bláinn oft, —
hann kveðst á „vængjum" báöum brotinn
og baöar höndum út í loft.
G u ð m. G u ö m u n d s s o n.
LÖG
um breytingu á lögum um útflutning hrossa, 3. nóv. 1915,
eru ekki löng, og ekki í mörgum greinum; viðbótin við eldri
lögin (22. nóv. 1907) er aðeins ein setning, og hljóðar svo:
Hross má eigi flytja frá íslandi til útlanda á tímabilinu frá
1. nóvember til 1. júm'.
Þegar lög eru ekki lengri eöa flóknari en þetta, og þegar
þau eru um það sem mörgum er allmikið tilfinningamál, og
þegar þau eru ekki eldri en þetta, rétt ársgömul og því í fersku
minni, þá er ekki undarlegt að tekið sé eftir þvi ef þau eru
brotin.
Hinn 7. eða 8. þ. m. eru — að því er sagt er — 60—70 hross
flutt út í „Gulloss“ á Boröeyri, og eru því nú á flækingi með
skipinu norður um land á leiö t i 1 ú 11 a n d a, og verða senni-
lega á ferðinni allan mánuðinn til enda.
Sjálfsagt má gera ráö fyrir joví að skipstjórinn á „Gullfossi“
og skipshöfnin geri alt sem í hennar valdi stendur til joess að
skepnunum liði svo vel sem kostur er á á jiessari löngu sjó-
ferð, og vera má að öllu reiði vel af; en glæfralega er til
stofnað.
„Dýraverndunarfélag íslands" hafði viðleitni til að afstýra
jiessum hrossaútflutningi, þegar er það fékk vitneskju um að
hann stæði til, en það var um seinan, stjórnin hafði jiá þegar
gefið leyfi til útflutningsins; „Dýraverndarinn", málgagn fé-