Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN 91 Margir kannast viö myrkfælnina. Hestar eru líka myrkfælnir, að rninsta kosti fælnari í rnyrkri, eða, dimmu, en i björtu. Ófæl- inn hestur á björtum degi getur verið háskalega fælinn i myrkri. Þá getur hann séð sýnir, sem hann skilur ekki og honum stendur stuggur af. Sjaldan mun hestum vera vorkend hjartveikin; þeir geta þó ekki fremur ráðið við hana en mennirnir. Oftar eru þeir ámintir með svipunni, ef þeim bregður við eitthvað. En það er rangt; það læknar ekki hjartveikina, sem er sjúkleiki, eða veiklun. Myrkfælni og önnur hjartveiki i mönnum læknast ekki heldur með svipuhöggum. Enginn efi er á því að ýmislegt má gera til að lækna fælni í ungum hesturn, ef laglega er að farið, og vel er það þess vert að lækna þenna kvilla, ef hægt er, svo er hann hvimleiður mönnum, og skepnunum eigi siður. Besta ráðið til þess er það, að fara vel að hestinum, muna vel eftir því að fælnin er honum ósjálfráð, svo að rangt er að hegna honum fyrir hana með svipuhöggi. Hvað mundirðu vilja gera við ungling sem þér þætti vænt um, ef hastarleg hræðsla gripi hann, Mundi þér detta fyrst í hug að gefa honum utan undir? Sjálfsagt ekki. Þú mundir reyna að sefa hann, gera hann rólegan, t. d. með því að sýna honum fram á að hræðslan hafi verið ástæðulaus, ekkert hafi verið að óttast. Farðu eins að hestinum þínum, ef hræðsla grípur hann. Vertu góður við hann, lofaðu honum að átta sig, og fáðu hann til að ganga að því sem hann fældist og sannfærast um að það var ekkert óttalegt. Það getur verið erfitt að fá hest, sem fælst hefur til muna, til að ganga nær því, sem hann er hræddur við, jafnvel þó að farið sé af baki og reynt að teyma hann þangað; en með tímanum tekst það ef vel er látið að honum, talað við hann og honum klappað. Hann þurfti tíma til að jafna sig og gleyma hræðslunni. Dærni eru til þess, að hestar hafi verið fælnir alla æfi, eftir að þeir fyrsta sinn urðu verulega hræddir, og það mun tiðast; en dæmi eru líka til þess að þeim hefur batnað og þeir hafi orðið allsendis ófælnir. Meðferðin ræður áreiðanlega miklu urn það, hvort þeir læknast eða ekki. Sumir læknast af sjálfum sér, og verða ófælnir með aldrinum. En suma þarf að lækna, og lækningin er fólgin í blíðri og góðri umgengni og að þeim

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.