Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 10
90
DÝRAVERNDARINN
Engin fsökun er nú þetta. Ef ekki er hægt að halda vinnunni
áfram nema með því ai5 ofreyna hesta í hálkunni, þá er að láta
járna. Ef ekki er auSið að fá járnaS í svip, þá er ai5 hætta
þangaö til járning fæst, eöa sólin bætir fyrir næturfrostið.
Hættast er við því á haustin aö menn veröi seinir til aö draga
brúkanleg járn undan til að láta skaflajárna. Menn „vona að
slakni aftur“, og þá eru gömlu járnin góð. En meðan hálkan
er má ekki fara með þung æki um hana.
Annars er ástæða til að minna á það, að halda ávalt á vetr-
um vel beittum sköflum undir kerruhestum. Þeir eiga nógu
erfitt samt, þó að þeir þu-rfi ekki að neyta aflsins til að renna
ekki í hverju spori. Það sem veldur þvi meðfram að menn
eru tregir til að láta hvessa skaflana nægilega oft er það, að
það kostar fé og fyrirhöfn að draga undan og járna aftur.
Einhverntíma var það reynt til þess að spara járninga ómakið
að skrúfa skaflana í skeifurnar. Ekki er oss
kunnugt um, hvernig það hefur gefist. En losni ekki skrúfaðir
skaflar, né brotni fremur en hinir, þá er það bersýnilegur vinnu-
sparnaður að þurfa ekki að draga undan í hvert skifti sem
þarf að brýna skaflana, því að það þarf að gera oft, ef vel á
að vera, — oftar en flestir gera það.
FÆLNI
Það er slæmur galli á hestum, ef þeir eru til muna fælnir.
Mörg slys hafa hlotist af því hér á landi, og víðar, að hestar
hafa fælst. Reyndar eru fleiri skepnur fælnar en hestar, en
mest ber á því hjá hestum, og bagalegust er hún í þeim.
Hvað er fælni? Hún er hræðsla, hjartveiki, sem skepnurnar
geta ekki að gert. Þær hræðast ekki það, sem okkur kann að
þykja hræðilegt, en oft og einatt það sem við tökum varla, eða
ekki, eftir. Það er likast því að þær sjái ofsjónir. Hjartveikt
fólk hrekkur við af smámunum, sem aðrir veita varla eftir-
tekt, af óvæntu liljóði, eða óvæntri sýn. Hestarnir gera slíkt hiö
sama. Fólkinu er vorkent og alls ekki láð þetta, því að allir
vita, að j>að getur ekki að því gert.