Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 3
DÝRAVERNDARINN
8.3
Hann lék á Tuma, langa vegi
meö látum ginti ’ann hreiöri frá.
En strákur fundvís uppgafst eigi
°g eggjum loksins tókst aö ná.
Og kjóa-móðir mædd sér fleygöi
í mosa-tó og rak upp vein.
Þá hló hann, — fyrri’ en augað eygöi
hann áfram laut og tók upp stein.
í veslings fuglinn honum henti
og hæfði, — annan vænginn braut.
— En fingur guös úr blásal benti
á blóði drifna smára-laut.
*
Og tímar liöu. — Búi besta
hann bjó meö konu’ og dætrum tveim.
Þótt illur þætti, ástúö mesta
í öllu þó hann sýndi þeim.
— Til kirkju öröugt er aö sækja
um illfær gil í Bröttuhlíö:
meö feiknar vexti fjalla-lækja
þar falla skriður ár og síö. —
Frá kirkju’ á heimleiö kvöld eitt fer hann
meö konu sinni og dætrum tveirn.
í klárinn slær hann, kátur er hann,
og kippkorn ríöur undan þeim.
Þá tekur alt i einu’ aö drynja
með ægigný aö baki hans,
og ofan virðist hlíöin hrynja
sem hugur skjótast fljúgi manns.
Hann lítur viö, — þá veltist skriðan
á voöa-flugi örskamt frá,
og ástvinina alla viö hann
í einu skilur — saman þrjá.