Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 8
88 DÝRAVERNDARINN veikar. Af því stafar auövitaS mjög mikil sýkingarhætta fyrir menn. Þar eru dýralæknar þvi látnir hafa sérstaklega eftirlit meS heilsufari kúnna og láta þeir hispurslaust drepa hverja þá kú, sem liefur berkla í júgri. Hér á landi hefur nokkuö veriö grenslast eftir berklum i kúm, og hefur sú rannsókn leitt i ljós aö hættan er hér marg- falt minni, því aö af þeim kúm, sem rannsakaöar hafa veriö, hafa aöeins 2 af hundraöi, eöa varla þaö, fundist meö berklum. En sú hætta getur orðiö meiri, og betra aö gefa henni gætur í tíma, enda óvíst nema meira kveöi aö berklaveiki i kúm i þeim héruöum þar sem þær hafa ekki verið rannsakaöar af lækni. öllum er kunnugt, hversu erfitt er aö beita horfellislögun- um. Varla nokkur maöur, sem drepur úr hor, vill játa þaö, aö fóöurskorturinn, horinn, sé dauðaorsökin. Af hornum stafa ýmsir sjúkdómar, sem svo að lokum draga skepnurnar til dauöa. Ef dæma skal mann fyrir aö hafa drepið úr hor, veröur að sanna aö hann hafi felt úr hor. Auövitaö má hann þar ekki vera dómari í sjálfs sin sök, og aörir ólærðir menn geta varla dæmt um þaö heldur. Þaö g e t u r verið svo mikill vandi aö skera úr þvi hvort horinn er raunverulega dauöaorsökin aö engum sé til trúandi aö dæma um það nema lærðum dýra- lækni. Þegar um horfelli er aö ræöa, eða grunur leikur á áö skepna hafi fallið af harörétti ætti því að vera sjálfsagöur hlutur aö láta dýralækni koma til að dæma um þaö. Svo gæti þá farið að dýralæknirinn sýknaöi þann, sem grunur leikur á aö hafi horfelt, sakfella mundi hann varla, nema hann væri viss i sinni sök. Fjáreigendur ættu því ekkert aö geta haft á móti þvi aö dýralæknir væri kvaddur til úrskurðar um þetta. En meöan svo er, aö eigandinn þarf ekki annað en staöhæfa, að skepnur hafi farið úr einhverri „ótukt“, sem það og það vorið geri vart viö sig í búfénu, enda þó að allar líkur áéu til aö um hreinan og beinan hordauöa sé aö ræöa, er ekki von til aö horkóngurinn sé dæmdur sekur um horfelli. Fénaöarhúsin eru viöa að taka bótum, en viöa munu þau enn vera svo slæm aö sýkingarhætta stafi af fyrir skepnurnar, og vist að þau há eðlilegum vexti ungviðis og þroska. Að vísu ætti heilbrigð skynsemi aö geta dæmt hálfopna eöa loftlausa og dimma moldarkofa óhæfa vistarveru fyrir dýr, sem anda með lungum og eru gædd góöri sjón. En dýralæknirinn ætti manna

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.