Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 14
94
DÝRAVERNDARINN
um, hvar hann skyldi taka sér sæti. Settist hann loks í bekk-
inn viö hliö hringjarans. Eigi notaöi hann lengi þaS sæti, þótt
velkomið væri. Flaug hann svo lengra inn eftir kórnum og
yfir um þvert altariS. Raskaði hann lítið eitt rósemi ljósanna
með vængjaþyt sínum, en eigi sloknuðu þau. Því næst flaug
hann utar eftir kirkjunni og út um dyrnar.
Skamma stund hlýddi litli fuglinn á helgar tíðir, beið þess
eigi, að út væri hringt! En vonandi hefur dvöl hans i kirkj-
unni orðið nógu löng til að bjarga lifi hans í þetta sinn.
En ræninginn dirfðist ekki að koma inn í helgdóminn; kom
aðeins inn í dyrnar og sneri svo við. Hefur ef til vill horfst
i augu við prestinn og engan samúðarsvip séð; runnið síðan af
hólmi.
Kirkjan varð í þetta sinn það, sem hún átti að vera, — griða-
staður smælingjans, en ekki „ræningjabæli‘.‘ p.2
FUNDUR
í Dýraverndunarfélagi íslands var haldinn 8. þ. m. Meðal ann-
ars, sem þar gerðist, var þetta: Samþykt var að félagið héldi
útbreiðslufund í vetur ekki seinna en í febrúar og byði á fund-
inn nemendum af kennaraskólanum, kvennaskólanum, hús-
stjórnarskólanum og skólunum á Laugavegi 2 og Bergstaða-
stræti 3. — Ennfremur var samþykt í einu hljóði svohljóðandi
tillaga:
„Fundurinn ályktar að mótmæla því, að ráðherra hefur leyft
útflutning á hestum eftir 1. nóvbr. þ. á. og þar með brotið
gildandi lög, og felur fundurinn stjórn Dýraverndunarfélagsins
að birta þau mótmæli á þeim tíma, er hún telur heppilegast."
LEIÐRÉTTING.
Að gefnu tilefni skal þess getið að grein sú, sem birtist í
siðasta blaði „Dýraverndarans", um mann sem hefði flutt út
léleg hross, að með henni var ekki átt við hr. Gunnar Sigurðs-
son frá Selalæk. Grein þessi var skrifuð í fyrra vor og þá send
ritstjóra „Dýraverndarans" til birtingar, en hefur legið hjá
honum þar til um daginn, og var beint stíluð til manns, sem þá
var í Dýraverndunarfélagi íslands og fékst við það að kaupa
og selja hross, þótt hann hafi nú hætt við þá atvinnu.
Þessa vil eg láta getið sökum þess, að menn hafa haldið að