Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 87 Allsendis dýralæknislaus hefur þessi þjóS þó eiginlega aldrei veriiS. Ávalt hafa veriö til i ýmsum sveitum ýmsir nærfærnir menn og konur, sem hafa getaö hjálpaö x einstökum tilfellum. Til þeirra hefur veriö leitaö, þvi aö annaö hefur ekki veriö aö fara, þegar skepnur hafa sýkst, eða slasast. En sakir van- kunnáttu hafa þessir skottulæknar litiö getaö gert til bóta, og auðvitað, eins og aörir skottulæknar, oft unniö miklu meira ógagn en gagn, og bakað skepnunum pínu, langvarandi þján- ingar, í staö þess að lækna þær eða lina þjáningar þeirra, af því aö þeir þektu ekki sjúkdómana og kunnu ekki með þá að fara. Þrátt fyrir það, aö læröum dýralæknum fjölgar litilsháttar, er hætt viö aö þeirra veröi ekki vitjað nema þegar eitthvaö mikiö þykir viö liggja. Skiljanlegt er það að vísu, að bóndinn fari ekki að vitja dýralæknis langar leiöir og með ærnum kostn- aði, þó aö hann sjái tvísýnu á lífi einhvers gemlingsins. Hafi hann enga tilfinningu fyrir líðan skepnunnar, er það aöeins reikningsdæmi fyrir honum, hvort þaö borgar sig að vitja læknis. Ef honum finst þaö geta borgað sig, gerir hann þaö; annars ekki. Og að lóga skepnu af því að hún er sjúk, gera menn í seinustu lög, hversu mikiö sem hún þjáist. Hafi hún það ekki af, þá nær það ekki lengra. Erlendis eru skepnur vátrygöar bæði fyrir sjúkdómum og slysum. Þegar eitthvaö verulegt verður að skepnunni er það skylda eigandans að vitja læknis. Geri hann það ekki, og skepn- an deyr, fær hann vátryggingarupphæðina ekki greidda. Þetta rekur eftir að veita skepnunum læknishjálp undir eins og eitt- hvað verulegt amar að þeim. Hér á landi eiga skepnurnar elcki því láni að fagna; þær verða svo oft að líða hörmungar hjálpar- lausar og loks deyja drottni sínum, ef svo vill verkast. Óhætt má gera ráð fyrir því að margur vitji dýralæknis, þegar þess er kostur, og að dýralæknarnir komi þannig að góöu haldi. En æskilegt gæti verið að þeir kæmu á heimili bænda oftar en þeir yrðu kallaðir, til að líta eftir heilsu bú- fjárins og fénaðarhöldunum. Kostnað mundi það hafa allmik- inn í för með sér, en ekki væri horfandi í hann, ef nokkuð verulegt væri í aðra hönd, og líkindi eru til þess aö mikið yrði á því að græða í bættum fénaðarhöldum og betri meðferð bú- fjárins. I Danmörku kveður svo mikið að berklaveiki í kúm, að um 30 pct. af þeim, eða freklega það, eru meira eða minna berkla-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.