Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1923, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.02.1923, Blaðsíða 10
6 DÝRAVERNDARINN Þessa poka nota þeir fyrir einskonar geymslustaS, þegar þeir hafa eitthvert sælgæti, sem þeim finst þeir vilja geyma. Pok- ar þessir eru ekki jafnstórir hjá öllum; stærstir eru þeir hjá maraköttunum og bavianöpunum og einni tegund til. Aftur á móti hafa mannaparnir alls ekki þessa poka, og heldur eklci Vesturheimsaparnir. Stundum eru 'áparnir nefndir „hinir ferhentu", og kemur þaö til af því, aö fæturnir eru eins í lögun og hendur, og aö því. leyti eru þeir' algerlega andstæöir „hinum tvihentu“, þ. e. mönnunum. Apar eru aö eölisfari mjög námfúsir, ef svo mætti segja; og tillmeiging þeirra til þess a‘ð herma eftir, gerir þeirn kleift aö læra ýniislegt ])aö á skömmum tíma, sem t. d. hundar læra ekki fyr en seint og síöar meir. Þaö veitist ekki torvelt a'ö kenna apanum alt mögulegt, en þaö er hætt viö aö hann geri það ekki eins dyggilega og hundurinn, geti hann á annað borö gert það. Sumir náttúrufræðingar vilja halda því fram, að apinn sje dýra vitrastur, en um þaö geta vitanlega verið skiftar skoð- anir. Þeir eru góðu minni gæddir og gera auðsjáanlega margt af yfirlögöu ráði. Þeir hafa gott skyn á því, sem þeirn ei fyrir bestu, og eru ágætis snillingar í því, að setja á sig sak- leysissvip og dylja þannig hrekki ]tá og brellur, er þeir haía' haft í frammi við einhvern, sem varð á vegi þeirra. Þeir eru snjallir í þyí að forða sjer frá hættum, en takist þeirn þaö ekki, þá eru þeir ekki lengi að hugsa sig um hvað þeir eigi aö taka til bragðs. Þeir hafa marga góða eiginleika til brunns að bera, og má þar til nefna bæði ást og undirgefni, og komi það fyrir, að einhver geri þeirn gott, t. d. hjálpi þeim á einhvern hátt, þá eru þeir fullir af þakklátssemi og velvilja í garö þess manns. Þó telja megi apana dýra vitrasta, ])á telst það ekki mikill vandi að leika á þá. Ástríður þeirra verða oft og tíðum liygg- indum þeirra yfirsterkari, og þegar svo vill til, þá ganga þeir í hverja gildru sem er, en það er vafamál, hvort þeir geta talist nokkuð heimskari fyrir það. Allflestir apar hafast við í skógum, en þó hafast nokkrir

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.