Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1923, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.02.1923, Blaðsíða 16
12 DÝRAVERNDARINN liafa veriö brúkuð ef til vill daginn áöur, eöa íyrir örfáum dögum; bundið á þeim hey heila daga, eða komið heim úr ferö. — Þá svitna hrossin oft meira eða minna. Af svitanum og hitalátinu leiðir það, aö þau eru mjög illa undir það bú- in, að mæta illviðrunum. Og svo er hárið bælt og úfið, svo þau þess vegna verða miklu fyr bjórvot heldur en önnur hross, sem aldrei eru snert. — Jeg hefi oft sjeð brúkunarhesta í vondum slagviðrum hristast alla og nötra af kulda, og haía þau sýnst ekki vita hvernig þau ættu að bera sig að og hafa sjáanlega liðið mikið. Jeg hefi fleirum sinnum hýst hrossin mín í vondum hret- um og slagviðrum, og eitt sinn hafði jeg þau inni í 3 dægur samfleytt. Þau voru sjáanlega mjög fegin að fara inn, og hlupu ánægð og með leik frá húsinu, þegar þeim var hleypt út og stytt var upp illviðrið. Þaö er ekkert ólíklegt, aö útivera dag og nótt í svona vond- um úrfellis-hretum, þó aö sumri sje, — geti haft áhrif á heilsit og þol hestanna og veiklað þá. Hugsum okkur það, hvernig okkur mundi líða, ef við ætt- um aö standa úti votir í illviðri. Skepnurnar hafa líka ti 1- finningu, og það er heilög skylda okkar að láta þeim liða svo vel sem hægt er, og í okkar valdi stendur. Baldvin Eggertsson. Ósiður. Ósiö má þaö telja, ]>egar menn koma með hunda sína á bæi og opinbera mannfundi, án þess aö sýnilegt sje, að þeir hafi nokkurt gagn af þeim. Þessum hinum sömu ætti þó að' vera það ljóst, hversu mikill ófögnuöur það er, þar sem mörg- uni hundum slær saman, og ]>arf ekki marga til aö lenda í grimmilegum áflogum, og oft er ófögur sjón að sjá slíkar aðfarir. Fer þá stundum svo, að margir ltundar sækja að ein- um og er sem þeir ætli að rífa hann lifandi í sundur á milli sín; verða af þessu hin mestu ólæti og gauragangur, ýlfur.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.