Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1923, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.02.1923, Blaðsíða 11
DÝRAVEP.NDARINN 7 viö á grjótlendi, þar sem enginn skógnr er, eöa þá a'S minstá kosti litill. ASalfæSa þeirra er jurtafæSa, en þó þykir þeim egg, skor- kvikindi og jafnvel ungar hi'S mesta sælgæti. Þeir lialda aldrei kyrru fyrir og eru sifelt á einlægu iöi fram og aftur. Þeir hafa augun alstaðar og hrifsa, alt þaö, sem þeir fá hönd á fest; fyrst þefa þeir af því og því næst bíta þeir í þaS, en falli þeim þaö ekki í geS einhverra hluta vegna, þá henda þeir ])ví frá sjer, annars fer þaS alt sömu leiöina, þ. e. a. s. niSur i magann. Eitt er þaö, sem þeir eiga ilt meö aö skilja, eins og jafnvel sumir menn, og ])aö er eignarrjetturinn. Þeimþykirsemsjemjög gaman og skemtilegt, geti þeir komist i akra og aldingarSa, því ])ar er nóg handa þeim til þess aö jeta, en þaö kvaö ekki vera neitt eftirsóknarvert, að fá ])á inn á akrana eSa aldin- garöana, því þeir ræna þar og rupla eftir fremsta megni og eyöileggja miklu meira en ])eir fá jetið. Gagnvart slíkuin skemdargripum duga hvorki garðar nje giröingar og ekki einu sinni slagbrandar. Þeir brjótast inn í hús fái þeir tæki- færi til ])ess, og það, sem þeir geta ekki jetið, ])aS taka þcir meö sjer og ekki síst ef það eru skrautgripir o. s. frv. ,,Vjer sáum, en aparnir uppskera,“ segja Arabarnir í Austur- Sudan. Þeir eru frábærilega fimir aö klifra, enda ei'u þeir orölagS- ir fyrir ])aö. Þeir eiga lafhægt meö að stökkva þetta sjö til átta stikur, og ])egar þeiiii býður svo viö aö horfa, ])á henda þeir sjer alt aö því tíu stikur eöa meira ofan úr einni trjá- grein og niður á aöra, og um ])aö leyti sem hún reisir sig viö aftur, taka þeir aftur feiknalangt stökk og rjetta um leiö rófuna og afturfæturna aftur undan sjer eins og stýri, og fljúga eins og kólfi væri skotiS gegnum loftiö uns þeir ná handfestu í næstu trjágrein og þannig koll af kolli. Þó trjá- greinin brotni, sem stundum kemur fyrir, þá grípa þeir í aðra í fallinu, og dugi hún ekki, þá í hina þriöju, og þó aö alt bili, ])á eru þeir ósmeikir viö aö hrapa. Þaö sem þeir geta ekki gripiö í meö framhöndunum, ])aö grípa þeir í meö aftur- höndunum eöa rófunni eins og breiönefjarnir svonefndu. Þeir nota allir rófuna fyrir stýri þegar þeir stökkva langstökk og

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.