Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1923, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.02.1923, Blaðsíða 12
8 DÝRAVERNDARINN ]jeir nota hana líka á ýmsan annan hátt. Hún er fimta og besta hönd breiönefjanna. Þeir hanga á henni á trjánum og róla sjer makindalega fram og aftur, og svo nota þeir hana einnig til þess a'ö ná í fæöu handa sjer gegnum rifur og sprungur. En svo nota þeir hana einnig fyrir einskonar hengihvílu þeg- ar eigandinn þarf aö fá sjer miödegisdúr. Mannaparnir eru ekki eins fimir aö klifra eins og hinir, en þaö veröur þó engan veginn sagt aö þeir klifri illa. Þeir klifra sem sje líkara mönnum en öpum. Göngulagið er í frek- ara lagi þunglamalegt. Þó geta Marakettirnir hlaupiö svc> hratt, aö hundar eigi fult í fangi meö aö ná þeim á sprettinum. Sumar apategundir synda ágætlega, en aörar aftur á móíi steinsökkva og til þeirrar tegundar tclst Marakötturinn. Dýra- fræöingurinn A. Brehm sá eitt sinn apa synda yfir ána Níl og syntu þeir bæöi hratt og örugt. Þaö er talið vera mjög skemtilegt og eftirtektarvert, aö athuga fjelagslíf apanna, því aö harla fáir apar I)úa einir sjer. Þcir halda sig flestir í hópum og hafa ákveöiö svæöi til aö- seturs og umráöa, þó helst þar, sem þeim þykir liklegt ti! fanga. En fái þeir ekkert ætilegt upp í sig að láta, þá leggja þeir í leiöangur. Þegar þeir eru búnir aö finna einhvern staö, sem þeirn finst að muni vera góöur aösetursstaöur, jafnvel þótt það sje í landareign einhvers bóndans, þá byrja þeir nit fyrir alvöru hiö reglulega apalíf, með öllum sínum ærslum og látum, striði og kífi, sorgum og gleöi, basli og bágindunt. Elsti og sterkasti apinn gerist nú foringi flokksins eða apa- höföingi. Þaö veröur engan veginn sagt, aö hann hreppi þessa tign fyrirhafnarlaust, eöa með öllum greiddum atkvæöum Síöur en svo. Hann verður fyrst aö heyja blóöugan bardaga viö alla þá karlapa er vilja höndla hnossið, og venjulegast ber sá sigur úr bítum, er hefir sterkasta arrnana og lengstu augntennurnar. Vilji nú ekki einhver apanna sætta sig við yfirráö foringjans, þá fær hann vel útilátna og ósvikna refs- ingu þar til hann hefir látiö sjer segjast, en refsingin er vitan- lega ekkert annað en bit og barsmíð. Apamáliö er sagt vera talsvert auöugt af mismunandi hljóö um, þ. e. a. s. að hver api getur gefið frá sjer mörg mismun- andi hljóð, alt cftir þvi, í hvaöa skapi hann er.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.