Dýraverndarinn - 01.02.1923, Blaðsíða 18
M-
DÝRAVERNDARINN
Um slátrun.
Á síðasta alþingi voru víst sett laga-ákvæði um slátrun
sauðfjár og mun ætlast til, aS þau komi til framkvæmda á
þes.su hausti. Þaö er skurSar-aöfer'öin gamla og viðbjóöslega.
sem nú er loksins veriö aö kveöa niöur meö lögunum. Svo
er mælt fyrir, aö notaö veriö skot eöa helgrima, og er mönn-
um í sjálfs-vald sett, hvort þeir kjósa sjer heldur aö vopni
viö slátrunina. Margir hliöra sjer hjá aö skjóta sauðfje, vegna
þess aö þeir hafa ekki æfingu i aö fara meö byssu; vita ekki
þaö, aö til eru mjög handhægar og ódýrar byssur til að skjóta
með sauöfje. Skotiö í kindina kostar um tvo aura, og getur
ekki heitiö mikiö. Vinnusparnaður er aö skotinu, þegar mörgu
er slátraö. Helgrímuna kjósa þeir heldur en skotiö, sem æföir
eru í að far.a meö hana; hún er einfalt og ódýrt áhald. Bæði
áhöldin Irráödrepa á svipstundu.
Eitt atriði er liættulegt og til tafar, og þaö er, aö laga-
ákvæöi þessi veröi sami dauði bókstafurinn og margt annaö
nýtt í lögum vorum. Fæstir lesa stjórnartíöindin og heldur
er höfð auð síöa í Lögbirtingablaöinu en aö birt sjeu nýmæli
sem Jæssi. Engin aövörun um þessa breytingu hefir enn sjest
frá lögreglunni. Hjer er því verk fyrir Dýraverndunarfjelagiö,
aö fylgja þessu nýmæli, — líklega afkvæmi sínu, — á veg
til framkvæmda. Gott ráö hygg jeg það, að birta áskorun
til þeirra, er slátra mörgu fje, um aö nota byssu eða helgrímu
viö slátrunina ,,í krafti laganna". Til árjettingar væri gott að
jjrenta fáoröa áskorun sama efnis, meö stóru letri, á spjöld
og láta hengja upp á opinberum stöðum í helstu kauptún-
um landsins, meöfram veguni, viö brýr og í rjettum. Þaö
ætti aö giröa fyrir, aö menn gætu haft fáfræöina sjer til rjett-
lætingar, er þeir strákast viö að hlýöa lögunum. Aö rjettu
lagi ætti lögreglan aö annast um, aö koma þessum áskorun •
um á framfæri, en lciði hún það hjá sjer, sem líklegt má
]>ykja, þá væri þarna tilvalið verkefni fyrir Dýraverndunar-
fjelag íslands.
Línur þessar eru skrifaðar aö gefnú tilefni, og skal þá um
leiö notað tækifærið til aö geta þess, aö víst eitt ungmenna-