Dýraverndarinn - 01.02.1923, Blaðsíða 13
DÝRAVERNDARINN
9
Komi citthvaö fyrir, sem skýtur foringjanum skelk í bri.ngu,
þá lætur hann hræöslu sína í ljós meö einkennilegu hljóöi, en
])ó lætur hann hana betur í ljós meö því aö gretta sig skringi-
lega. Jafnskjótt og þetta viövörunarhljóö heyrist, tekur all-
ur flokkurinn til fótanna. Mæöurnar öskra á ungana sína, og
í einni svipan eru þeir búnir aö grípa í mæöur sínar og hanga
í þeim. Þær þjóta svo eins og elding til næsta trjes eöa kletts.
Hópurinn safnast nú saman aö nýju þegar foringinn lætur
engin hræöslumerki á sjer sjá, og svo fara þeir allir á kreik
aftur.
Þaö er samt ekki svo aö skilja aö aparnir sjeu huglausir.
Stærri apategundirnar bjóöa jafnvel hinum ægilegustu rán-
dýrum byrgin, ef í nauöirnar rekur, án þess að láta nokkurn
bilbug á sjer finna, og engu síður manninum, sem er enn þá
verri viöureignar. Jafnvel hinir snyrtilegu Marakettir rjúka
á mótstööumenn sína sjeu þeir áreittir eða í nauðum staddir.
Eigi aparnir viö einhvern að etja, þá nota þeir 1)æöi hend-
ur, fætur og tennur, og það hefir heyrst, aö þeir veröu sig
oft á annan hátt, en þó hefir þaö aldrei veriö sannaö.
Því nær allar apategundir eiga einn unga, en þó eru til
fáeinar, sem eiga tvo. Unginn er venjulegast litill og ófrýnn.
og aö því er virðist hefir hann helmingi lengri útlimi. tiltölu-
lega en foreldrarnir. Andlitiö er hrukkótt mjög og líkist öllu
fremur öldungsandliti en ungbarns. Móöirin ann afkvæmi
sínu afar heitt. Hún gætir þess og dekrar viö það miklu meira
en nokkur mannleg móöir. Hún annast þaö á mjög umhyggju-
saman en þó á mjög kátlegan hátt, því móðurástin kemur
svo einkennilega skoplega í ljós hjá henni.
Stuttu eftir fæöinguna fer móöirin á kreik meö ungann, og
hún ber hann þannig, aö hann heldur báöurn höndunum um
háls henni en afturfótunum um mitti hennar, og er þetta
hin Iresta og hagkvæmasta stelling, sem hann getur í verið
án ]>ess aö valda móöur sinni nokkurra ó]>æginda meðan hún
er á ferli og svo getur hann líka legiö á brjósti þegar honunt
])óknast.
í fyrstu er unginn ósjálfbjarga eins og gefur aö skilja og
tekur ekki þátt í einu njc neinu, en þess meiri er ást og um-
hyggja móöurinnar. Og hún sjer ekki sólina fyrir uppáhalds-