Dýraverndarinn - 01.06.1930, Side 5
DÝRAVERNDARINN
i9
andi vetri, og asahláka á, fannkyngi vetrarins aS
leysa sundur en botnlausar krapablár i öllum lægö-
um og slökkum, Hvorugur hefir víst taliö þá hvaö
oft eg reyndi aö 'brjótast yfir kolmóörauöan krapa-
elginn, ])ar sem vatnið haföi fundiö sér framrás úr
slökkum og yfir þveran veginn, en þú kiptir mér
til baka á taumunum þegar þú sást að ekki varö
yfir komist. En hitt höfum við báöir munað, en lítið
þakkað, að á Kárastöðum urðum við þá fegnastir
hvíld á æfi okkar.
--------- Margs er enn að minnast frá samveru-
stundum okkar, vinur minn. En í kveld læt eg stað-
ar numið og legg frá mér pennan. Á morgun sjá-
umst við í síðasta sinni, og þá verður eflaust tæki-
færi aö rifja upp fleira á meðan eg rölti með þig
hinsta spölinn.
10. okt. 1915.
Skuggi minn!
í dag er 23 október 1916.
Þú varst viljugur í fyrra haust að leggja af stað
með mér síðasta áfangann. En svo undarlega breytt-
ir þú út af vana þínum, sem hafðir verið lialtur í
eitt ár, að‘ þú gekst óhaltur alla leið þangaö, er
þér var ætlað að falla að síðustu. Eg stóðst ekki
mátið ; þú vanst mig þá. Vegna þess lifðir þú ein-
um vetrinum lengur; varðst 17 vetra í staðinn fyr-
ir 16.
Svo ertu nú aftur í dag leiddur út úr sama hest-
húsinu og í fyrra. Og þótt eg væri langhryggur yfir
að hugsa um dauða þinn, vildi eg þó sjá hvernig
með þig væri farið; hvernig þú værir beizlaður
og teymdur af stað í síðasta sinn.
Eg J^ekki augun þín. Og síðasta augnatilliti þínu
held eg að eg gleymi aldrei; ekki fremur en þegar
eg Irjargaði þér upp úr Litlalæk.
Það mun þykja ótrúlegt að satt sé, að Skuggi
hafi í fyrra haust gengið óhaltur 3 stunda veg, en
satt er þaö þó. Þaö er ekki óljúgfróðari maður til
vitnis um það, en Magnús í Klausturhólum, sem
var mér samferða þessa leið. En það sótti í sama
horfið aftur, og var hann jafnan haltur þetta síð-
asta ár, sem hann lifði.
Skuggi var 52 þuml. á hæð, en nokkuð langur
að hlutfalli. Bógagóður og sérlega hálsstoltur, lim-
aður vel með stóra og beina hófa. Fax 0g tagl mik-
ið og skifti faxið sér aftur á miðjan makka. Hann
var örviljugur aö eðlisfari og sívakandi, en aldrei
ofsafenginn eða frekur. Allan gang hafði hann með-
skapaðan; þó var honum ljúfast að valhoppa'í
lengri ferðum; það gerði hann svo undur þýtt, að
hver maður, sem á bak honum kom, afþreyttist.
Enda hafði hann það til, og þá allra helzt hjá mér,
að leika sér að því alveg sjálfkrafa að skifta um
allan gang, sinn spottan hvað, en alt þó táhreint
og mjúkt, enda mun það flesta afþreyta bezt og
að líkindum hestinn líka. Þó bar af, hvað skeið
hans var mikið og gott og fram úr skarandi þýtt,
og yar eins hann gæti altaf verið að bæta vií
sig. Enda kom -það fyrir að hann rann á hreinum
kostum fram úr klárhesti, sem drjúgur var þó tal-
inn á stökki. Beztur var hann 14 vetra gamall.
Þangað til fanst mér honum vera að fara frarn;
einkum þó um dugnað allan og kostina.
Hann var ljónstyggur alt til dauðadags. Náðist
ekki nema í rétt eða húsi og gerði sér altaf manna-
mun.
— Óhappa-handtakið leiddi hann ef til
vill til bana, en um: það er þessi saga:
Það var kveld eitt, rétt fyrir þorrann, aö viö
vorum einir á ferð í hríðarmuggu. Við vorum stadd-
ir á mýri nokkurri nálægt Þóroddsstöðum, þar sem
eg vissi ekki af neinni hættu, enda var mýrin öll
svellrunnin og smærri tjarnir botnfrosnar. Alt i
einu lá klárinn á kafi í dýi, sem hemað var yfir.
Eg komst strax af baki, en hesturinn brauzt um
með krafti miklum og vildi rífa sig upp úr. Það
var þykkur ís alt í kringum dýið. Von bráðar náði
hann sér upp úr að framanverðu og litlu síðar
öðrum afturfætinum:, en þá var hinn eftir, blýfast-
ur í forarleðjunni.
Eg kallaði á hjálp, en enginn heyrði til mín, svo
að hér var úr vöndu að ráða, ætti mér einum að
auðnast a'ð bjarga hestinum upp úr forardýkinu.
Tók eg þá beizlið, seildist með það niður fyrir
hækilbeinið og togaði í. Við vorum báðir samtaka
])á, eins og stundum fyrri, enda stóð hann von bráð-
ar á skörinni. En frá þeirri stundu var hann halt-
ur á báðurn afturfótum þau tvö ár, sem hann lifði
eftir það. Eg lét hann standa allan þann tíma brúk-
unarlausan í högunum, gaf honum vel á meðan hann
var í húsi og alt i þeirri von að hann næði sér aftur,