Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1930, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.06.1930, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 21 Nú er á enda skeiðið skundað, skilja hljóta vegamótin .... Gæðing þýðan græt eg hljóður með göfgri þökk af huga klökkum. Finn eg vel að enginn annar eins hefir dugað .... Sízt skal bugast: attur munum við heilir hittast hinum megin á góðum vegi! Páll Guðmundsson, Hjálmsstöðum. Bleikur. Þegar eg flutti alfarinn til Reykjavíkur árið 1881, settist eg að hjá mági mínum, Sigfúsi Eymunds- syni, ljósmyndara. Hann hafði mikið yndi af góð- um hestum, þótt ekki væri hann reiðmaður að sama skapi. Þó fann hann jafnan i því efni, sem öðru, hvort að honum sneri handarbak eða lófi, eða með öðrum orðum : hann kunni að meta ágæti hesta sinna og sýndi altaf mikla leikni, er hann greip þá til kostanna. Þegar eg kom til Sigfúsar, átti hann, ásamt fleiri gæðingum, lítinn hest bleikan, er hann hafði keypt fyrir mörgum árum norðan úr Skagafirði af Birni í Hjaltastaðahvammi, föður frú Kristínar Simonar- son, sem lengi átti he'ima hér í bæ, en nú er ný- lega látin. Bleikur var að ýmsu leyti einkennilegur í hátt- um sínum, vitur með afbrigðum, og kostirnir að sama skapi, enda mun óhætt að telja að hann hafi verið með allra beztu og snjöllustu gæðingum, er þá voru hér uppi. Fjörið afarmikið og skjótleiki á skeiði eða stökki, talsvert meira en í meðallagi. En tölt hafði hann ekki, enda var sá gangur fágætur í þá daga.*) *) Eg ætla að nota tældfærið og minnast lítilsháttar á töltið hérna neðanmáls. Það var sumarið 1882 að eg kyntist þeim gangi fyrst. Þá fór eg landveg norður á Akureyri, og eftir þá ferð sekti eg tölt. Eg varð samferða um stund í Skagafirði s.r. Jakobi Benediktssyni, sem þá var prestur á Miklabæ. Var sr. Jakob, eins og oftar, vel ríðandi, hafði tvo úrvalsgæð- inga og voru báðir töltgengir. Töltið nefndi þá sr. Jakob ýmist ytidisspor eða hýruspor. Man eg enn hvað heslar þess- Eg sagði áðan að Bleikur hefði í roörgu verið einkennilegur, og skal eg þá reyna að færa sönnur á það og tína það helzta til, er eg man um hann og einkennilegt þótti. Vísu lærði eg fyrir nokkurum árurn, sem mér finst að getað hefði verið kveðin um Bleik. Hún er svona: „Farðu vel með folann minn, fæstum reynist þægur; hann er eins og heimurinn hrekkjóttur og slægur.“ Bleikur var styggur, beit og sló og hafði oft alt ilt á hornum sér þegar átti að handsama hann. Þó sýndi hann sig í engu sliku við húsbónda sinn, en hinsvegar geri eg ráð fyrir, að hann hefði aldrei látið Sigfús ná sér úti á víðavangi, enda reyndi karlinn það ekki. Það kom á mig og fleiri unglinga að sækja Bleik og ná honum, og gekk það inis- jafnlega vel. Aldrei kunni Bleikur við sig undir söðli, var þá latur og treggengur, brá fyrir sig brokki, skifti um gang og jafnvel víxlaði, sem hann annars aldrei gerði, enda sóttust konur litið eftir honum til reið- ar. Þegar hann stóð í hlaði, söðlaður, hengdi hann niður höfuðið ólundarlegur, og gat þá engum ókunn- ugum komið til hugar, að þar væri um afburða gæðing að ræða. Yfir höfuð gerði hann sér mannamun og var sér- staklega ódæll og óráðþæginn við alla ókunnuga, svo að erfitt var fyrir þá að koma nokkuru tauti við hann; hljóp hann þá stundum með þá út úr götunni og hafði ýmsa aðra hrekki i frammi. En þegar menn fóru að kynnast honum var annað uppi á teningnum. Þá komu kostirnir í ljós, og þeir voru bæði miklir og marghliða, og þá sýndi hann aldrei annað en það, sem hvern gæðing má prýða. Það tíðkaðist þá á sumrum, eins og nú, að þeir :r fóru tignarlega undir á vaðandi töltinu. Frá þeim tima fór eg að leggja mig eftir þessum gangi, og hefi jafnan síðan æft hesta mína við hann, enda lield eg að mér sé óhætt að segja, að' eg hafi verið einna fyrstur hér sunnan- lands, sem æfði hesta við tölt. Þó munu þeir Daníel Bern- . öft bakarameistari, Þorvaldur lögregluþjónn og Þorgrímur Guðmundsen, kennari og fylgdarmaður, hafa byrjað um líkt leyti að æfa gæðinga sína við tölt. Annars þektu menn áður apalgang og apalgcnga hesta, en þeir voru aðeins fáir og sjálfráðir með öllu, en sá gangur var tölt og þeirrar tegundar, sem nú er bezt talið. D. D.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.