Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 3
,,Þegar loksins likaminn leggst að köldum baðmi, kýs ég að vera, kisi minn, köttur i meyjarfaðmi.“ blágrýti. Á vegi okkar varð fjöldi grasa og jafnvel fagurra blómjurta, sem við vissum ekki á nein heiti, og á lífsháttum )>eirra og lífsskilyrðum kunnum við næsta lítil skil og fengum ekki úr bætt, þó að við spyrðtim. En hins vegar hafði fólk unað af blóm- um og bar virðingu fyrir rétti þeirra lil lífsins. „Gáðtt að þér, stígðu ekki ofan á blessað blómið!“ sögðu gjarnan þeir fullorðnu við barnið. Eða: „Vertu ekki að slíta upp blómin til einskis gagns!“ Aftur á móti kunni fólkið nafn á öllum fuglum, og smáfuglar og vaðfuglar voru friðhelgir — og þá ekki síður hreiður þeirra. Ég þekkti heldur ekki til þess, að fuglaveiðar væru stundaðar til skemmtunar. Hins vegar var það þannig í mínum átthögum, að margir áttu þess lítinn kost að leggja til heimilis kjöt af húsdýrum, og svo var þá veiðimennska mik- ið stunduð, en aðeins skotnir þeir fttglar, sem eitt- hvert verulegt búsílag þótti í, og menn áttu góðar byssur og vortt limar skyttur. 3. Mikið yndi höfðum við börnin af að hyggja að háttum fttgla, refa og sela, athuga um hreiður fugl- anna og fylgjast með því, hvenær ungar kæmu úr eggjum — og gefa þeim og gleðjast yfir hversu þeim fór fram, einnig hyggja að ferðum þeirra, þegar þeir voru orðnir fleygir. Aðeins tvær tegundir fugla voru taldar dálítið viðsjálar. Önnur var svartbakurinn. Hann þótti okkur fallegur og tignarlegur fugl, og mikið fannst okkur varið í að horfa á hann stýra rauðmaga að landi. Hann hafði þá klær fastar í bak- inu á fiskinum, hélt sér á lofti með því að baða vængjunum og stýrði síðan fiskinum upp á flúð. Aldrei át hann annað af rauðmaganum en lifrina. Svo tók hrafninn við og snæddi það, sem eftir var. Nóg var af rauðmaga þarna á miðunum, svo að svartbaknum reiknaðist ekki veiðiskapur hans til syndar. Aftur á móti þótti hitt meinlegt, að þegar faðir okkar var að læðast að sel, sem lá á steini, flaug svartbakurinn yfir hvorum tveggja og gaf frá sér einkennilegt viðvörunarhljóð, og ef selurinn var ekki sérlega andvaralaus, lét hann sér þessa við- vörun að kenningu verða. Aldrei tók svartbakurinn lömb þar vestra á þeim árum, og ekki varð ég þess vís, að hann rændi hreiður. Eitt vor kom það fyrir, að krummi, sem átti hreiður í klettastandi upp af beitarhúsum föður míns, tók upp á að drepa lömb, og þá var steypt undan honum. Var það almæli vestra, að ekki þyrfti annað en eyðileggja egg krumma til þess að hann hætti lambadrápi. Ekki varð ég þess vís, að krummi stæli eggjum fugla. En vel rná vera, að hann hafi leitað fanga í mávavarpi i svokölluðu Fuglbergi. Þar urpu hvítmávar hundr- uðum eða jafnvel þúsundum saman, og þangað komst enginn maður til fanga, en oft sáum við bræður, að hrafnar voru þar á sveimi. Hraíninn var okkur annars til mikillar skemmtunar. Hann var spaugilega hrekkjóttur og ertinn, bæði við okkur bræður og eins hundana, sem áttu í sífelldum erj- um við hann, honum til ánægju en þeim til sárrar gremju. Var hlálegt að sjá, hve þeir urðu stundum sneyptir út af óförum sínum. Svo voru það húsdýrin, kettir, hundar, kindur, kýr og hestar. Allt voru þetta í rauninni meiri fé- lagar okkar barnanna heldur en fólkið, og það kom af sjálfu sér, að við tókum eftir háttum þess- ara dýra, sérkennum þeirra og öllu því, sem frá okk- ar sjónarmiði vitnaði um vitsmuni og beinlínis sjálfstæða hugsun. Ég held, að okkur hefði öllum komið kynlega fyrir sú fullyrðing náttúrufræðinga, ef við hefðum heyrt um hana eða séð hennar getið í bókum, að dýrin hugsuðu alls ekki, enda er nú svo komið, að nýjar rannsóknir þykja hafa sannað, að alþýða manna, en ekki hinir lærðu menn, hafi haft rétt fyrir sér í þessum efnum. 4. Lengi vel var atvinnuháttum þannig hagað í sveit- unum að sumrinu, að á hverju heimili var unnt að hafa margvíslegt gagn af krökkum á aldrinum frá DÝRAVERNDARINN 53

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.