Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 11
þá nálægt bæjum eða vegum og forðast sérstaklega ár- og vatnsbakka þar sem gæsir í sárum safnast saman. Raðsáning byggs og hafra með vél í stað dreifsáningar kemur í veg fyrir að gæsir nái fræj- unum. Sé dreilsáning notuð, þar sem vænta má tjóns af völdum gæsa, er nauðsynlegt að nota meira sáðmagn en ella. Mælt er með um 10% meira sáð- magni þar, sem gæsir valda verulegu tjóni. Hið mikla illgresi í íslenzkum görðunt og ökrum hefur örugglega haft mikið aðdráttarafl á gæsir. Ekki virð- ist svara kostnaði að eyða hér illgresi með eitri, og er vel líklegt, að það sé nú orðið of seint, því að gæsir hafa þegar komizt upp á lagið nteð að gæða sér á nytjagróðri. í mörgum tilfellum, þar sem tjón hafði verið unnið í september 1963, hefði verið unnt að koma í veg fyrir það, ef akrarnir og garðarnir hefðu verið girtir. Ef hæð plantnanna er rneiri en 14 cm, fljúga gæsirnar yfirleitt ekki inn í akurinn eða garðinn, en ganga inn frá hlið. Girðingarnar þyrftu því ekki að vera háar. Það er alveg fráleitt að rækta bygg eða fóðurkál á bakka ár eða vatns, þar sem gæsir í sárum dveljast, án þess að girða svæðið. Einstrengja rafgirðing í um 30 cm hæð kemur í veg fyrir, að gæsir fari af vatni upp í akra og garða á vatns- eða árbökkum. Kosturinn við slíka rafgirðingu er sá, hversu auðvelt er að flytja hana til, auk þess sem hún er tiltölulega ódýr. Eins kílómetra girðing af jtessari gerð, ásamt rafgeymi, kostar um 5000—6000 krónur. Sums staðar hefur gefizt vel að leggja þorskanet yfir yztu grösin í kartöflugörðum, því að gæsirnar ganga ógjarna yfir þau. Hver bóndi verður að sjálfsögðu ávallt að spyrja sjálfan sig, áður en hann grípur til varnarráðstaf- ana, livort kostnaður og fyrirhöfn í sambandi við þær standi í réttu hlutfalli við tjónið, sem gæsirnar valda. Þar sem mikið er um gæsir, getur stundum verið hagkvæmt að slá, taka upp kartöflur eða beita skepnum á fóðurkál í fyrra lagi. Þegar haft er í liuga, að gæsir taka ekki að sækja í ræktað land á haustin lyrr en í fyrstu viku september, og að oft er aðeins um takmörkuð svæði að ræða, þar sem vænta má tjóns, getur kostnaður og fyrirhöfn við varnarráðstafanir orðið miklu meiri en sem svarar þeirri minnkun á afrakstri, sem er afleiðing af upp- skeru í fyrra lagi, auk þess sem þá er alveg komið í veg fyrir skemmdir af völdum gæsa. Bjöm Gunnlaugs- son kaupmaður látinn Hinn ágæti dýravinur Björn Gunnlaugsson, fyrr- verandi kaup- og innheimtumaður, lézt 12. júní s. 1. í sjúkrahúsi í Reykjavík. Björn var fæddur norður í Línakradal í V.-Húnavatnssýslu 10. októ- ber 1884. Hann ólst upp við sveitastörf, en fór í ver á Suðurnes, þegar hann liafði aldur til. Ungur settist hann að í Reykjavík, var verzlunarmaður og síðan kaupmaður, en svo í aldarfjórðung innheimtu- maður hafnarsjóðs. Árið 1914 kvæntist hann rnerk- iskonu úr Árnesþingi, Sesselju Guðmundsdóttur. Þau bjuggu í hamingjusömu hjónabandi, unz hútt lézt árið 1954. Þau áttu myndarlegt lieimili, þar sem ríkti glaðværð og risna. Börn þeirra eru þrjú á líti, tveir synir og ein dóttir, gott fólk og dugandi. Björn var prúðmenni og valmenni, alvörumaður, en þó glaðvær og glettinn þegar svo bar undir, og vinsæll var hann, enda vinfastur. Hann var einn elzti og traustasti félagi dýraverndunarsamtakanna, og hefur áður verið minnzt hér í blaðinu starfa hans í Jtágu þeirra. Honum var nautn að umgengni við dýr, enda var liann hestavinur og hestamaður fá- gætur. Hann hatði og yndi af íslenzkri náttúru. Ferðalög um óbyggðir Islands á hestbaki voru hon- um unaður. í félagi hestamanna stóð liann ávallt í fremstu röð. Þegar hann vissi sig eiga skammt ólif- að, lét hann fella gæðing sinn Skuggablakk. Skyldi hvorugur þurfa að sakna hins, en vinir og samherj- ar sakna Björns, og eru minnugir á störf lians og fórnfýsi. Ýmsir þeirra liafa minnzt hans með gjöf- um, sem verja skal til verndar dýrunum. D V R A'V E R N D A RIN N 61

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.