Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 7
Kornakrar. Vor: Et byggfræi er clreifsáð, eiga gæsir til að tína fræin og geta þannig valclið tjóni. Þar senr gæsir valda slíktt tjóni, virðist svo sem uni 10% meira sáðmagn sé nauðsynlegt til að bæta upp það, sem gæsirnar éta. Tveimur vikum eftir að sáð er, eru plönturnar orðnar nógu stórar til þess, að gæsir bíti þær, en þær eru þá oftast farnar til varpstöðv- anna. Erlendis sýnir reynslan, að byggakrar ná sér fullkomlega fyrir uppskeru eftir vorbeit gæsa, en óvíst er, hvort svo er á íslancli. Sumar: Eins og þegar um tún og nýræktir er að ræða, geta gæsir í sárum valdið nokkru tjóni á mjórri ræmu þeirra akra, sem liggja að vötnum og ám. Haust: A haustin líta gæsirnar ekki við byggi nema fullþroska sé, og það er því yfirleitt aðeins í vikutima, sent þær geta valdið tjóni. En á þessum stutta tíma velja gæsirnar hins vegar fremur bygg en nokkra aðra fæðutegund. Gæsirnar byrja ætíð á að éta kornið á jöðrum akranna, en geta smám sam- an troðið niður jaðrana og fært sig innar og innar. Hafrar. Gæsir tína stundum sáðfræ, en um annað vortjón er ekki að ræða, þar sem höfrunum er sáð svo seint. Gæsir bíta stundum hafra á sumrin og haustin á svipaðan hátt og gras á túnum, en tjón er lítið, því að gæsirnar virðast ekki sækja mjög í hafrana. Kartöflur. Ekki fór þess að gæta, að gæsir sæktu í kartöflur, fyrr en upp úr 1940, þegar byrjað var á því að rækta kartöílur á stórum, ógirtum svæðum fjarri mannabústöðum. Vor: Nokkrir bændur kvörtuðu undan því, að gæsir græfu upp útsæðiskartöflur á vorin, en það má teljast óliklegt, enda varð hvergi vart við tjón af þessu tagi í maí 1964. Haust: Gæsir valda stundum dálitlu tjóni með því að rífa upp kartöflugrös, unz þær ná í kartöfl- urnar undir þeim. Mest hætta er á þessu, þar sem jarðvegur er sendinn (þ. e. laus í sér) og einkum ef kartöflugarðarnir eru nálægt ám eða vötnum. Ekki eru þó mikil brögð að þessu. Oft er það arfinn í görðunum, sem gæsin er að sækjast eftir, fremur en kartöflurnar sjálfar, en fái hún að vera í friði, er hætt við að hún færi sig upp á skaftið og leggist G rágœs. á kartöflurnar. í örfáum tilfellum höfðu gæsir ger- samlega eyðilagt kartöflugarða. Neepur og gulrófur. Á undanförnum 6—8 árurn hafa gæsir á íáeinum stöðurn valdið nokkru tjóni á næpum og gulrófum, bæði með því að éta ungar plöntur og með því að narta í þann hluta rótarinnar, sem upp úr jörðu stendur. Enda þótt lítil brögð séu að þessu ennþá, er lmgsanlegt, að gæsir almennt komizt upp á lagið með að éta næpur, eins og gerzt hefur suins staðar á Bretlandseyjum. Fóðu rkat. Síðastliðin 10 ár hafa gæsir á nokkrum stöðum valdið tjóni á fóðurkáli á haustin, og einnig á sumrin, þar sem það hefur verið ræktað á ár- eða vatnsbökkum. Gæsirnar leggjast aðeins á jaðra kál- akra, og oft virðist það vera arfinn, sem fyrst og fremst laðar gæsirnar að kálökrunum, enda þótt þær leggist líka á kálið sjálft, fái þær að vera í friði. Enn sem komið er, virðast gæsir þó ekki rnjög gráðugar í fóðurkál. Áhrif gæsasaurs. Nokkrir bændur kvörtuðu undan því, að sauðfé og nautgripir forðuðust svæði, þar sem gæsir hefðu verið á beit, og ennfremur að sauðfé vildi ógjarnan hey mengað gæsasaur. Það er mjög óliklegt, að gæsa- saur hafi þessi áhrif, þar sem af honum er aðeins grasbragð. Hins vegar er sennilegt, að búfénaður sneiði hjá gæsabitnum svæðum, vegna þess að gróð- ur þar er ekki eins þroskamikill og á óbitnum stöð- um. Einn bóndi hafði tekið eftir því, að kindur lögðu sig el’tir því að éta gæsasaur. Þetta hafa menn einnig orðið varir við í Skotlandi, og þar var álitið, að þetta benti til fosfórsskorts í jarðveginum. DVRAVERNDARINN 57

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.