Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.07.1965, Blaðsíða 6
Yfirlit um hætti grágæsa á íslandi. Á íslandi er grágæsin láglendisfugl, sem sjaldan verpur ofan byggðamarka. Grágæsirnar yfirgefa vetrarheimkynni sín á Skotlandi í apríl. Frá því að jjær koma til íslands og Jrar lil í maí, er varpið hefst, sækja jiær töluvert í ræktað land. Þessi tími er mjög mislangur, því að koma gæsanna til lands- ins er háð veðráttunni á Skotlandi, en varptíminn fer eftir veðráttunni hér. Eftir að varp er hafið og Jtangað til gæsirnar eru komnar úr sárum, sækja þær ekki á ræktað land nema undir sérstökum kring- umstæðum. Gæsirnar fella fjaðrir á vötnurn eða ám og eru jtá oft í stórhópum. í septemberbyrjun fara gæsirnar á ný að sækja í ræktað land og dveljast j>ar að töluverðu leyti, unz j>ær fara til Skotlands í október, en j>að fer nokkuð eftir veðráttu, hve- nær }>ær fara. Fjölgun grágæsa á íslandi. Á undanförnum 30—40 árum hefur grágæsum farið ört fjölgandi hér á landi, en einkum j>ó á síðustu 20 árum. Á J>essu tímabili hafa }>ær víða numið lönd, }>ar sem J>ær voru svo til óþekktar áður. Orsakir jiessarar fjölgunar eru sennilega rnarg- ar. Hlýnandi loftslag undanfarinna áratuga hefur sennilega haft j>au áhrif, að grágæsirnar hafa leitað ofar og innar í landið en áður, auk [>ess sem varp liefur getað byrjað fyrr á láglendi, sennilega með j>eim afleiðingum, að j>að hefur yfirleitt tekizt bet- ur. Hin aukna ræktun síðustu áratuga hefur leitt til betri fæðuskilyrða fyrir gæsirnar, án þess að um verulega minnkun varplands hafi verið að ræða. Fækkun fólks í sveitum, vélvæðing landbúnaðarins og aukin notkun vélknúinna farartækja hefur vald- ið því, að minni umferð er nú um varpland gæs- anna en áður. Vegna aukinna fiskveiða er eggja- hvítuskortur úr sögunni, og }>ví ekki eins mikið sótzt eftir eggjum. Fyrir 1930 var víða farið í grá- gæsareggjaleitir, en nú mun þetta varla gert leng- ur, þótt egg séu allvíða tekin, ef hreiður finnast af hendingu. Af sömii orsökum hafa fuglaveiðar sennilega verið almennari fyrir 1930 en nú, a. m. k. voru gæsir í sárum veiddar í nokkrum rnæli þá. Eyðing rándýra, svo sem refa, hefur líka e. t. v. haft einhver áhrif á fjölgun gæsanna. Að lokum er hugs- anlegt, að breytingar á kjörlendi gæsanna á Bret- landi hafi haft nokkur áhrif. Að vísu hafa vetur á Bretlandi verið fremur harðir eftir 1940, og grá- gæsaveiði hefur einnig aukizt á j>essu tímabili, en hins vegar hefur aukin ræktun haft í för með sér betri fæðuskilyrði fyrir gæsirnar. Talið er, að í júlí sumarið 1963 hafi verið um 19000 fullorðnar grágæsir hér á landi. Á haustin, eftir að ungarnir eru komnir á legg, er tala full- vaxinna grágæsa auðvitað mun hærri og nálgast sennilega 40000. Algengastar voru grágæsirnar í Austur-Húnavatnssýslu, Skagafirði, á Fljótsdalshér- aði, í Austur-Skaftafellssýslu og í Árnes- og Rangár- vallasýslum. Talið er, að um }>riðjungur grágæsa stofnsins hafi j>á verið á Lagarfljóti og í næsta ná- grenni |>ess. Tjón af völdum grágæsa. Ti'm og nýrœktir. Vor: Það er mjög ólíklegt, að gæsir tíni grasfræ, sem sáð hefur verið, enda J>ótt einn bóndi hafi kvartað um J>að. Gæsir eru að mestu komnar á varpstöðvar sínar, jiegar gras á sáðsléttum hefur náð nægilegum ]>roska fyrir j>ær. Grágæsirnar valda J>ví varla tjóni á nýrækt á fyrsta vori. Hins vegar geta þær valdið tjóni á nýrækt á öðru vori, stund- um mjög tilfinnanlegu. Koma gæsirnar oft í hópum á j>essar nýræktir, og enda þótt hver hópur hafi oft aðeins stutta viðdvöl, þá bætast nýir í skarðið. Það fer mjög eftir veðri, live viðstaðan á nýræktunuin er Iöng. Því kaldara sem vorið er, }>ví lengri er við- staðan og J>eini mun meira tjóni valda gæsirnar. Það er fremur ólíklegt, að gæsirnar rífi upp gras með rótum, a. m. k. benda rannsóknir erlendis til }>ess, að J>ær geri j>að ekki. Þetta vortjón á nýrækt- urn er sennilega tilfinnanlegasta tjónið, sem gæsir valda hér á landi. Auk }>ess er nokkrum erfiðleik- um bundið að koma í veg fyrir |>að. (Sjá síðar). Sumar: Þar sem tún eða nýræktir liggja að ám eða vötnum, geta gæsir í sárum stundum valdið nokkru tjóni á mjórri ræmu, sem að vatninu ligg- ur. Tiltölulega auðvelt er að koma í veg fyrir tjón af þessu tagi. Haust: I septemberbyrjun taka gæsir að leita á tún og nýræktir á ný og geta [>á valdið nokkrum spjöllum á j>eim 2—3 vikur, unz slætti lýkur. Þetta tjón er j>ó tiltölulega mjög lítið, gæsirnar eru of íáar og dreifðar til þess að geta valdið verulegri rýrnun á töðumagni á jressunt stutta tírna. 56 DÝR AVERN 1)ARIN N

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.