Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 4

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 4
Flekkur í Skálholti Það var sumarið 1972, að við vor- um nokkrir saman í vinnuflokki í Skálholti og unnum þar við jarðabætur. Annar vinnuflokkur vann svo við að byggja Lýðhá- skólann. Það var því talsvert líf og fjör á þessum fornfræga stað þetta sumar og spennan frá ein- víginu í skákinni, milli Spassky og Fischer náði einnig þangað austur. Bóndi staðarins, Björn, bjó þarna góðu búi; presturinn, séra Guðmundur, sat prestssetr- ið og átti allmargt góðra hesta, og svo bættist í hópinn nýi skóla- stjórinn með fjölskyldu sína, en hann heitir Heimir Steinsson. Þrátt fyrir heldur skúrasamt sumar áttum við þarna margar ánægjustundir og það var mjög gaman að blanda geði við allt þetta ágætisfólk, sem þá sat Skálholtsstað. Ekki má heldur gleyma hinum ferfættu íbúum, en staðarhundarnir voru í þennan tíma tveir. Hundurinn prestsins var gamall og virðtdegur, en nú var elli kerling farin að þjá hann, og mjög var hann sjóndapur orð- inn. Hann hafði sig því Jítt í frammi þótt hann gengi um garða dag hvern og hnusaði til veðurs og mannaferða. Hinn hvuttinn var ihundur ráðsmannsins og hét hann Flekkur. Hann er mér minnisstæður fyrir það, hvað hann var skýr í kollinum. Hann virtist skylja mannamál og varð ég vitni að því, að fyrir hann voru Jagðar ýmsar þrautir á því sviði. Það var tiJ dæmis einu sinni, að við sátum margir saman niðri í matsalnum í kjaJlaranum, að ráðsmaðurinn talaði þannig tiJ FJekks: „Farðu nú Flekkur minn og lokaðu dyrunum." Jú, ekki stóð á því, FJekkur hljóp fram að hurðinni og smeliti henni í lás. Við, sem horfðum á þetta höfðum orð á því við Sveinbjörn ráðsmann, að þetta mundu ekki allir hundar leika eftir. Þá skipaði hann Flekk að opna dyrnar. Hann hljóp til, reis upp á afturfæturna og reyndi að opna með því að kippa í hand- fangið, en þegar það tókst ekki í fyrstu Jotu, beit Flekkur í hurðar- handfangið svo að upp lukust dyrnar. Nú bauð Sveinbjörn okkur að koma með sér fram í geymsiuhús, sem einnig var þarna í kjallaran- um. Er við komum þangað, sagði hann við Flekk: „Farðu nú út með þennan ruslakassa, Flekk- ur.“ Hundurinn iét ekki segja sér það tvisvar, en beit þegar í barm- inn á pappakassanum, bar hann út og var þar upp nokkrar tröpp- ur að fara. Við fylgdum eftir, en Flekkur bar kassann hnarreistur að sorptunnunum, sem þarna voru að húsabaki, og lét hann þar niður fast hjá þeim. Þegar við vorum að störfum, lék FJekkur oft ýmsar listir fyrir okkur. „FJekkur, farðu með þessa skóflu til Hilmars." FJekkur beit þá þannig um skaft skóflunnar, að hún vóg salt í kjafti hans. Verksvit hafði hann gott, en ekki ætlaði hann sér alltaf af. T. d. reyndi hann stundum að færa okkur svo stórar spýtur eða borð- við, að kraftar hans hrukku ekki til, en við brostum að tilburðum hans, viljan vantaði hann ekki. - G. H. 4 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.