Dýraverndarinn - 01.11.1973, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Blaðsíða 6
JARPUR (Kveðið um dráttarhest, er hann var teymdur að heiman í hinzta sinn, brjóstveikur og veill í fótum). Nú ertu horfinn jarpi klárinn kæri, í kvöldsins friði minnast þín ég vil ef mætti ske, að til þín blærinn bæri þá beztu kveðju og þökk, sem ég á tif. 1 starfi þjónsins varstu trúr og traustur án táls var ganga þín í veröld hér. Þótt værir þú ei vakur, frár né hraustur, var verk hins liðna dags til sæmdar þér. Þú undir jafnan vel í heimahögum, gekkst hýr og ljúfur stritsins grýttu braut. Á æskuskeiði, sem á efstu dögum var æðruleysi og ró þitt mesta skraut. Nú ertu laus við lífsins þunga helsi, nú leggst ei framar ok á herðar þér. Nú færðu loksins hvíld og frið og frelsi og framar engan skugga á veg þinn ber. Nú strýk ég ei þinn stinna, dökka makka, nú stríðum við ei lengur saman hér, en til að mæta þér ég hlýt að hlakka er helsi þungu verður svipt af mér. ]órunn Ölafsdóttir frá Sörlastöðum. unginn kom til hans, en þegar unginn var kominn að hliðinni á honum og ætlaði sýnilega að hrifsa sílið sem eftir var, stakk sá gamli sér aftur og synti áfram. Reyndi þá unginn að fara eins að og gekk það nú mun betur en í fyrra skiptið. Þó komst gump- urinn ekki í kaf, en það var látið duga, því að þegar þeir komu úr kafinu, var unginn að ljúka við að renna sílinu niður. Eitthvað gekk það þó seinna en með það fyrra, enda alimikil máltíð tvö síli í einu í jafn lítinn fugl. Þegar þessu var lokið, virtist fullorðni fuglinn hinn ánægðasti með á- rangurinn af kennslunni, teygði sig virðulega upp og sló vængjun- um nokkrum sinnum. Að því búnu syntu bæði hjónin með ung- ann á milli sín út á vatnið, enda urðu þau þá mín vör þar sem ég reis upp úr felustað mínum. Það var ánægður maður, sem nú hélt til byggða, eftir að hafa horft á umrædda kennslustund, sjá einn þátt þess, hvernig nátt- úran sjálf býr ungviði sitt undir að heyja sína eigin lífsbaráttu. Fullorðinn lómur kafar af sundi eftir lífsbjörg sinni. Því var nauð- syn að kenna unga litla að kafa eftir sílunum, en rétta honum þau ekki fyrirhafnarlaust. Að endingu má geta þess að styðsta bein iína til sjávar frá Dalsvatni er rösklega 7V2 km, svo að ekki hcfur það verið erf- iðislaust fyrir lómahjónin að búa þarna og þurfa að fljúga í það minnsta 15 km í hverri aðdráttar- ferð. En margar hafa ferðirnar orðið, því að á vatninu héldu þau sig a. m. k. eitthvað fram í ágúst. Einar H. Einarsson. 6 Ég rakst á þessa grein í gömlu hefti af tímaritinu „Náttúru- fræðingurinn“. Mér finnst hún skemmtileg og athyglisverð. Hún er ekki aðeins lýsing á kennslu- stund lómsins, hún gæti einnig verið kennslustund fyrir mig og þig, hvernig við gætum gengið út einhverja bjarta vornóttina á vit náttúrunnar, lagst niður á milli þúfna eins og Einar og horft á undur náttúrunnar gerast. Ef til vill gætum við þá öðlazt endur- minningar, sem entust ævilangt. G. H. DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.