Dýraverndarinn - 01.11.1973, Síða 7

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Síða 7
Bréfum svarað Eins og tekið var fram í síðasta blaði verður þeim bréfum og fyr- irspurnum er berast til Dýra- verndarans -svarað í sérstökum bætti í bJaðinu. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu bréf, bæði ef þá vantar einhverjar upp- lýsingar um dýr og eins ef þeir vilja koma einhverju efni eða skoðunum á framfæri. Hvolpurinn okkar vill naga alla -skapaða hluti. Ekkert er ó- hult fyrir honum, hvorki stólfæt- ur, skór, leikföng eða neitt ann- uð. Hvað á ég að gera? - Rúna. Svar: Þetta títnabil gengur yfir bjá bvolpinum. Allir heimilismeðlim- lr verða að taka böndum saman urn að láta ekkert dýrmcett liggja a glámbekk. Hafa verður vak- andi auga með bvolpinum þegar hann er vakandi og sussa ákveð- lð á hann, ef bann gerir sig lík- legan til að bíta í hina forboðnu bluti. Þá er líka ómissandi að hafa leggbein lír stórgrip, eða gerfibein, sem hafa fengizt bér, Vlð hendina og láta hvutta fá það 1 staðinn. * Við fengum okkur kettling í Vor, en nú er ég hrædd um að DVRAVERNDARINN hann sé með spóluorm. Þarf ég að láta lóga honum? - S. H. Svar: Öllutn köttum ætti að gefa tneðal við spólortnutn þegar þeir eru sex tnánaða. Auðvitað er engin ástæða til að lóga kettl- ingnum. Talaðu bara við dýra- lækni, hann tnun láta kettlinginn fá spóluortnalyf. * Ég á stóran og fallegan fress- kött. Hann er vanur að vera mik- ið úti, en nú þurfum við að flytja og ég er svo hrædd um að hann týnist. — Sigrún. Svar: Hið almenna álit er það að hundurinn sé háður tnanninum, en kötturinn staðnum. Þetta pass- ar nú ekki alltaf. Fyrstu dagana á nýja staðnum er sjálfsagt að loka köttinn inni og lofa honutn að kynnast umhverfinu í gegnutn gluggann. Þegar hann fer að fara út, þarf að fylgjast vel ttteð hon- utn í fyrstu svo að hann fari ekki of langt. Þannig mun hann srnátt og smátt læra að þekkja umhverf- ið. Einnig er ráðlegt að láta gelda köttinn; hann heldur sig þá tneira heima við. Og svo siðast en ekki sízt: Það er nauðsynlegt að ttierkja köttinn. Það á ekki aðeins við um ketti sem flytja bú- ferlutn, heldur ALLA heimilis- ketti, setn fara út. Það tná aðeins nota sérstakar kattahálsólar, alls ekki silkiborða, eða venjulega ól. A ólina þarf svo að festa plötu tneð ágröfnu sitnanúeri eigand- ans. -K Við höfum átt ondulatakerl- ingu í þrjú ár áður en við keypt- um karl handa henni. En kerling- in er bara svo vond við karlinn og goggar látlaust í hann, ef hann vogar sér nálægt henni. Munu þau venjast hvort öðru með tím- anum, eða þurfum við að skila karlinum? - Ási og Helga. Svar: Það er eins með fugla og fólk, þeitn líkar ekki alltaf fyrsti bið- illinn. Ef ófr'tðurinn heldur áfratn skiduð þið tala við manninn, sent seldi ykkur karlinn. Ef til vill er hann fáanlegur lil að skipta á öðrutn, og þá skiduð þið vita hvort það gengur ekki betur. + Að gefnu tilefni viljum við á- minna fólk að hafa samband við dýralækni, ef dýrin þeirra slasast eða verða veik. Gerum þá skoð- un útlæga úr okkar þjóðfélagi að veikt dýr sé sama og dautt dýr, og ekkert eigi að gera við lasna skepnu, hvort sem hún er til nytja hjá bóndanum eða tii ánægju á borgarheimilinu, annað en að skjóta hana. 7

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.