Dýraverndarinn - 01.11.1973, Side 11

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Side 11
 sjást yfir konung fuglanna - alba- trossinn. Hann er á annan metra á iengd og vænghafið er 4,5 metr- ar, sem er heimsmet! Hið hátign- arlega fluf hans hefur vakið að- dáun mannanna. Fiug hans má telja hámark flugtækninnar. Ef yerðlaun væru veitt fyrir svifflug, er hann viss með gullið. Alba- trossinn hefur yfirburðarhæfni í að notfæra sér loftstraumana, og getur flogið í ofsaveðri eins og Jogn væri. - Dæmi eru til þess að hann hafi fylgt skipi eftir á opnu hafi um þriggja vikna skeið. Hann stakk sér endrum og eins, sem eldingu lysti niður að haf- fletinum, til að ná sér í fisk í gogginn til matar. oýraverndarinn í keppni í dýfingum koma til greina tvær fálkategundir, sem steypa sér með 300 km hraða. Þá mundi freigátufuglinn einnig sendur til leiks. Hafi hann náð sér í vænan fisk, eru dæmi til um að hann sleppi honum tvisvar til þrisvar sinnum og grípi hann aft- ur á fluginu, og er þá að hagræða honum í gogginum. Hann hlýtur að vera snar í snúningum. I fegurð og viðbragðsflýti slær kólibrífuglinn alla aðra út. Heim- kynni hans eru miðhluti Suður- Ameríku. Hann er 4-5 cm á lengd. Hann flýgur eldhratt og vinnur eflaust á stuttum vega- lengdum. Svo getur hann líka flogið afturábak ef með þarf. Þá er það hástökkið. Þar verð- ur um fjölbreytta keppni að ræða. Stærstu dýrin stökkva á borð við okkar frægustu stangarstökkvara - og án stangar. Gíraffinn, 6 metra hár, verður að iáta sér nægja að vera meðal áhorfenda og teygja álkuna. - Hann kemur ekki til greina. Margir mcnn hafa tilhneigingu til að veðja á ljónið - konung dýranna. — 1 fræðiritum er það talið stökkva yfir þriggja metra háa girðingu með geit í kjaftin- um, og mætti þá bæta einum metra við það geitarlaust! Svip- eða sögu má víst segja um tigris- dýrið. Það eru þessar tvær dýra- tegundir. 11

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.