Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1973, Qupperneq 12

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Qupperneq 12
Margar tilraunir hafa verið gerðar með Ijón og tígrisdýr í búrum og á leiksviði, en þar kom- ast þau aðeins í rúma tvo metra - en auðvitað án tilhlaups. - Hins vegar hreinsaði svarti pard- usinn og hlébarðinn sig af þrem metrum og það inni í stóru búri. Það er allt útlit fyrir að hlébarð- barðinn gangi af hólmi með gull- ið, og til viðbótar hefur hann mjög glæsilegan stökkstíl. En stökkgeitin verður að öllum lík- indum hættulegur keppinautur. Hún stekkur auðveldlega þrjá metra. Evrópumenn munu binda vonir sínar við gemsuna. Hún Jdifrar í Alpafjöllunum allt að snjólínunni. Maður nokkur varð vitni að því að gemsa stökk eitt sinn yfir fjögurra metra háa girð- ingu og lenti á bakinu á stúlku, sem gætti nautgripa hinum meg- in. Sami náungi mældi eitt sinn sjö metra langstökk gemsu, svo að hún kemur einnig til greina í þeirri keppni. í hástökki munu Ástralíumenn hiklaust veðja á kengúruna sína. Hún á heima á hástökksbrautinni og stekkur á- reynslulaust fjóra metra - en þá notar hún halann í svinginu, og er þá eftir að vita hvort Ólym- píunefndin tekur stökkið gilt. En þá nær hún kannski í einhvern pening í þolhlaupi. 1 Englandi tóku menn eftir því, að laxar léku sér að því að stökkva foss, sem var 4,35 m hár og féll fram af þverhníptu bjargi. Þó var talið að laxinn stykki ekki alla hæðina. heldur synti hluta hennar. En hvað um þþað. Laxinn kemur vart til greina á þurrum vett- vangi. 1 langstökki verður spenn- andi kepni milli kengúranna, ljónsins, antilópunnar og gasell- unnar. Ljónið getur sannanlega stokk- ið allt að átta metrum, en stærstu kengúrurnar munu hafa vinning- inn með allt að 10 m, og þar með slá þær út gamla heimsmetið hans Jesse Owens, sem var 8,13 metr- ar. Menn telja að pala-antilópan slagi 'hátt upp í kengúruna, og verður þar hörð keppni. — Ástra- líumenn hafa fulla ástæðu til að vænta þess að kengúran þeirra hirði flest gullin. Hún er mjög líkleg að vinna í grindahlaupi og hindrunarhlaupi. Við mælingu á þrístökki frosksins hefur hann stokkið sam- anlagt um fimm metra. Tvö síð- ustu stökkin eru drjúgum spöl lengri en hið fyrsta. Froskurinn sem slíkur verður þó sennilega að láta í minni pokann fyrir kengúrurottunni, sem stekkur mjög glæsilega, og harða keppni fær hann hjá afríkönsku stökk- músinni, sem er aðeins 10 til 12 sentimetra löng, en stekkur hátt í fimm metra. Ef farið væri út í að gefa smæstu dýrunum aðgang að leik- unum, mundi flóin óefað setja ólympiumet bæði í hástökki og langstökki. Þó mundi engisprett- an og fleiri stökkvandi skordýr gjarnan vilja mæta til leiks. I kúluvarpi verður aðeins um innbyrðis keppni að ræða meðal apanna. Þeir hafa haldgóða æf- ingu í því að kasta kókoshnetum og fáir jafnast á við þá í hnitmið- uðu lengdarkasti. Þeir hitta á- vallt í mark. Reyndar væri ekki útilokað að lamadýrið heimtaði aðgang. Það getur með einkar sakleysislegu yfirbragði sent skjólgóða klessu í andlit áhorf- enda á fimm metra færi. Hver veit nema dýrið heimtaði aðgang að „kúluvarpi“. í lyftingum í smærri stærðum verður sigurvegarinn skilyrðis- laust litla hetjumúsin frá Kongó. Hún getur umyrðalaust borið um eitt hundrað og fimmtíu pund. Ef við leitum meðal smærri dýra, verða bjöllurnar - Bítlurnar - nærtækastar. I þeim hópi er her- kúlesarbjallan - hún er flöt eins og blað í bók. Þessi bjalla og aðrar tegundir geta staðið undir hlutum, sem eru allt að fjögur hundruð sinnum þyngri en eigin þyngd. Þrátt fyrir þetta skulum við ekki líta framhjá býflugunni, sem lyftir tuttugu og átta sinnum eigin þyngd. Þungavigtin er örugg þar sem fíllinn er. Hann ber auðveldlega nokkuð á annað tonn. Ur hópi spendýra mun mæta úrvalsflokkur til Joftfimleika, sem vokja mun geysiskemmtun. Þar eru markettirnir (lítil apateg- und )einna fremstir. Þeir cru kát- ir og fjörugir. Heimkynni þeirra eru frumskógar Afríku. Þeir hafa fjórar hendur og langan sveiflu- hala og svífa af mikilli leikni langar lciðir milli trjánna, með alls konar skringielgum tilburð- um. En markötturinn fær harða keppinauta hjá dvergunum með- al loftfimleikadýranna, flugpoka- músinni, sem ekki er ósvipuð 12 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.