Dýraverndarinn - 01.11.1973, Side 13
hagamús og gengur oft undir
nafninu „akrobat“, enda ber hún
það nafn með réttu. Hún er með
breiðar fitjar milli tánna og lang-
an fjöðurformaðan svif- og stýr-
ishala. Þetta litla dýr er tamið á
fjölda heimila í Ástralíu og svíf-
ur veggja á milli til mikillar
skemmtunar fyrir börnin, sem
eiga þarna sitt sirkusdýr. Músa-
börnin í pokanum á kvið hennar
fá ókeypis svifflug. „Akrobat-
inn“, er þó raunverulega engin
mús, heldur pokadýr af kengúru-
ættinni. Þarna eiga Ástralíumenn
gott atriði til viðbótar til að
senda á leikana. En í loftfimleik-
um dýranna ættum við ekki að
gleyma „fljúgandi makía“, hinum
fræga svifapa frá Austur-Indíum.
Makíinn svífur hátígnarlega frá
hæstu trjátoppum allt að 60 metr-
um. Hann er á stærð við kött, og
fitjarnar, sem ná milli háls hans
og útlima, mynda ákjósanlega
failihlíf. Þetta flug. makíans í
svartnættismyrkri hitabeltisins er
harla draugalegt, og við bætist að
hann gefur frá sér hrollvekjandi
stunu á þessum ferðum sínum.
Þá er það flaggmúsin, sem
setja verður í sér flokk, vegna
þess að hún flýgur meir en hún
svífur. Þá mundi maríinn frá
Madagaskar einnig verða góður í
loftfimleikum. Hann er og gjald-
gengur sem hástökkvari, er á
stærð við ref og gengur ekki á
fjórum fótum, heldur rís upp og
stekkur á sterkbyggðum afturfót-
um, en heldur jafnvæginu með
því að halda örmunum yfir höfði
sér. Fæturnir eru svo sterkir, að
hann geur hoppað io metra grein
af grein, og ef hann tæki þátt í
langstökki, mættu kengúran og
antilópan sannarlega vara sig.
Ef við snúum okkur að sjávar-
dýrunum, er ljóst, að góður ár-
angur myndi nást í sundinu, ekki
sízt í kafsundinu. Við munum
veðja á bláhvalinn. Þessi risi
hafsins getur náð 30 metra lengd
og vegið um 120 tonn. - Bláhval-
urinn getur áreynslulítið haldið
15-20 sjómílna hraða neðansjáv-
ar um lengri tíma. En selirnir eru
heldur engin lömb að leika sér
við í þeim efnum. Til eru selir,
sem að haustlagi synda mörg
hundruð mílur frá ströndum Al-
aska í leit að þægilegri og hlýrri
sjávarhita og synda svo norður
aftur með vorinu. Hverju sjóorm-
ur fengi afrekað veit bókstaflega
enginn. I köfun hefur hvalurinn
yfirburði meðal spendýra hafsins.
Við eina slíka æfingu festist búr-
hvalur í símakapli á sjávarbotni
og skaddaði hann svo, að haia
varð hvorttveggja upp af eitt
þúsund metra dýpi, en þá var
aumingja hvalurinn drukknaður.
Óhægt er um vik að veðja á
sundfuglana, í þeirra flokki. I
köfun væri trúlegt, að haföndin
hremmdi gullið. Á hafi úti kemst
hún niður á 100 metra dýpi, en
margar andategundir niður á 60
metra dýpi, eftir mat sínum, og
geta verið í kafi 6 mínútur.
Margir sundfuglar koma til
greina í kafsundkeppni.
Afríska skarfategund, með ó-
venjulegan og sveigjanlegan háls,
liafa hottentottarnir skírt slöngu-
hálsfuglinn. Þessir metralöngu
fuglar ná 60 metrunum á innan
við einni mínútu, neðansjávar, en
hann fær harða keppni við topp-
andartegnd, sem syndir hraðar
undir yfirborðinu, en maður
hleypur á landi.
Sjómannablaðið Víkingur.
Guðm. Jensson þýddi.
dýraveundarinn
13