Dýraverndarinn - 01.11.1973, Síða 19

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Síða 19
Föndurhornið Tjaldurinn. Takið fram laufsögina og veljið frekar fíngert blað í hana. - Efn- rð í tjaldinn er 5 mm krossviður (birki). Gætið þess að nefið brotni ekki af, það er í lengra lagi og því veikt. Munið að saga sem allra nákvæmasteftir útlínun- um og gætið þess ætíð, að halda söginni lóðrétt. Þegar beygjur eru sagaðar þarf alltaf að hafa sög- ina á hreyfingu upp og niður og færa spjaldið, sem sagað er í, til eftir þörfum með vinstri hend- inni, annars er hætt við að snúist upp á sagarblaðið og þá fer sög- in „að sækja“ til hiiðar, en það á hún ekki að gera, ef allt er í réttu lagi. - Málið nefið og lappirnar rautt, annars er aðallitur tjalds- ins hvítur og svartur. - Pall þarf að smíða undir fuglinn og gengur tappinn niður í hann. - Bezt mun vera, að saga ekki burt stykkið, sem er á milli fótanna á fuglin- um, annars er hætt við, að legg- irnir brotni. - G. H. dýraverndarinn 19

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.