Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 22

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 22
um flóar að ofan og austan. 1 hann falla ofanverðan Balti, minni og stærri, Fura og Vigra- lækur, en að neðan Mararnes- kelda, austanvert. Vatnsflóinn er venjulega vaðið á Staðará, þegar farið er á Mel- ana eða af. I hann fellur sjó æv- inlega, og um stórstreymi er sund í honum landa milli um flæðar. Það bar því eigi sjaldan við, að kýrnar yrði að synda í heimleið að kvöldinu, væri þeirra eigi vitjað nægilega tímanlega á að- fallinu. Okkur yngri mönnunum á Staðastað var óleitt að sjá þessa sundþraut kúnna og settum lítið fyrir okkur, þó að við yrðum að sundríða eftir þeim. - Einstaka sinnum var það, að kýrnar lögðu af sjálfsdáðum í sundið. En oft- ast var nokkurt hik á þeim og þær lögðu ekki í það sjálfar, fyrr en þær munu hafa verið úrkula von- ar um, að þeirra yrði vitjað. Þegar Huppa var fullvaxta, tók hún á sig forustuna um sundið hjá kúnum, og eftir það var sjald- an skeytt um að vitja þeirra. Að vísu varð ekki séð, að hún hefði neinar gætur á aðfallinu, en þeg- ar henni þótti kominn heimferð- artími, lagði hún að Vatnsflóan- um að sunnan og hinkraði við þangað til allar kýrnar voru komnar þar í hóp. Þess varð oft vart, að hún gætti vendilega að því, hvort vetrungar og kálfar, sem kúnum fylgdu, væri í hópn- um. Síðan steypti hún sér á sund og svam í fararbroddi. En marg- oft sást, að hún sneri við á sund- inu og gætti þess, hvað vetrung- unum og kálfunum liði, væri þeir aftastir. Það gat því viljað til, að hún kæmi síðust af sund- inu. Árið sem Huppa varð síðbúin um burðinn og komið var sumri svo, sem sagt hefur verið, var hún orðin býsna þungfær, en ekki var við því búist, að fylling tím- ans væri þegar að verða hjá henni. Á var stórstreymi. Vatns- flóinn var því sund bakka milli um flæðina. En ekki var að kún- um hugað. Forustu Huppu var treyst um heimferðina. Kvöldið leið, og komið var fram yfir mjaltatíma. Loks komu kýrnar - allar nema Huppa. Þegar Vatnsflóinn þótti reiður, var hennar vitjað. Þá fannst hún borin þar á syðra bakkanum. Kálfurinn var reiddur heim, og Huppa látin elta. Var kálfur- inn lagður á hlaðið, skammt frá hestasteininum. Síðan voru þau, bæði færð í fjósið, og var kálfur- inn hjá henni um nóttina. Snemma næsta morgun var kálfurinn numinn frá henni og farið með hann inn í skemmu. Þar var honum fargað, en allrar varúðar var gætt, að hún yrði einskis vör um það, hvað fram færi. Þenna dag var hún höfð inni og vetrungur í næsta bás við hana, henni til skemmtunar. Varð ekki annað séð en að hún væri sæmilega róleg. Daginn eftir var henni ætlað að fara með hinum kúnum suður á Mela. Þegar út úr fjósdyrunum kom, æddi hún frá kúnum heim á hlað og staðnæmdist á þeim bletti, er kálfurinn hafði verið lagður kvöldið áður, og var þá eigi lítið skipt um látbragð henn- ar. Hún feldi granirnar fast að grasinu þar, þefaði lengi og mik- ið og sleikti síðan grasið. Svo beljaði hún þrotlaust, undrahátt og átakanlega sárt. Og það var eins og röddin bæri með sér titrandi harm, ekkasog og angistarstunur. En átakanlegast var að sjá í augu hennar. Þau flóðu í tárum. Við vorum þrjú stödd þarna hjá henni, fjósamaðurinn, vinnu- kona ein og ég. Mér fannst sem þetta mætti ekki fara fram hjá föður mínum. Hann yrði að leggja á þau ráð, er hafa skyldi. Ég fór því inn til hans og bað hann að koma út. Ég sá honum varla bregða meir í annan tima en þenna, er hann þá leit Huppu. Hann mælti ekki orð og horfði nokkura stund á aumingja skepn- una, sem var í senn grátandi og stynjandi. Og varla veit ég, hvort hann viknaði miklu minna en hún. Svo benti hann már á að sækja reiptagl. Við mýldum Huppu og tosuðum henni á milli okkar inn í fjós. Þar var faðir minn yfir henni nokkurn hluta dags, og móðir mín með honum. Huppa var höfð inni um það bil vikutíma eftir þetta. Fyrstu dagana, sem hún svo fór í haga með hinum kúnum, var þess vendilega gætt, að hún færi ekki að blettinum þeim hjá hesta- steininum, sem kálfurinn hafði verið lagður á og fyllt hafði 'hana skelfingu harms og trega. Svo leið fram á haust, og eng- inn sá nein venjubrigði á Huppu. Allir litu isvo á, að hún mundi hafa gleymt hörmum sínum að fullu. En það reyndist þó síður en að svo væri. Kringum Mikkaelsmessuna 22 DYRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.