Dýraverndarinn - 01.11.1973, Side 25
í’etta auga hafði hann aldrei af
kisu, og sá þá brátt, að hún var
þar öllu vel kunnug og þorði jafn-
Vel til við hundana, þó að hún
væri margfalt minni; hún tók
stundum bita ,sem þeir ætluðu
ser, og það rétt við nefið á þeim;
hún klóraði stóra fólkið, ef hún
ætlaði sér, og beit það stundum,
engu síður en börnin, ef henni
var gert mein, og þó var hún lítil;
hún gekk um bæinn öðruvísi en
allir aðrir; hvað hræddur sem
hann var um að hurðunum yrði
skellt á hana, þá gekk hún aldrei
hratt um neinar dyr út né inn;
hún flýtti sér aldrei þá; hundarn-
it önuðu út og inn og mennirnir
líka, en kisa ekki; hún gáði alltaf
fyrst að því, hvað var fyrir utan.
Kisa var orðin félagi Sigga
litla og lærimeistari um leið;
hann treystihenni betur en mönn-
unum og hundunum og lærði
meira af henni en þeim, svo að
fólkið fór að veita því eftirtekt,
að hann var að verða þybbnari
fyrir eftir því sem hann dróst á
^egg, tortryggari og ófælnari.
Áður lagðist hann flatur, hver
sem sló hann, og stóru bláu aug-
un gátu horft lengi sléttfull af
tarum áður en droparnir hrundu
•uður vangana; nú hafði hann
það til að 'hopa sem hægast og
horfa þurrum augum á móti.
Móðir hans tók fyrst eftir
þessu og fannst eins og hún hefði
seð hann með sverð; hún var nú
farin að venjast við þessa byrði,
þennan kross þeirra hjónanna,
sem lagður hafði verið á þau, en
ððrum hlíft við. Þessi vesalingur
var hið eina missmíði á lífi þeirra
°g láni; að öllu öðru voru þau í
Áemstu röð, en á þetta gat öll
sveitin bent og alltaf verið að
aunikva þau, minna þau á þetta,
oýraverndarinn
svo það sár fengi aldrei a ðgróa.
Þó að hún tryði því ekki, að þetta
væri syndarefsing, þá gat enginn
máttur varnað því, að hálf sókn-
in héldi það og hlakkaði yfir því.
Henni fannst því stundum eins
og hún væri þreytt eða slitin,
þegar hún horfði á drenginn, og
óskaði að hann væri dáinn ,ekki
að hann dæi núna, en væri dáinn
fyrir löngu. Aftur fannst henni
hina stundina, þegar hann þurfti
hjálpar við, að hún vildi ekki
missa hann, því að í rauninni
hafði það ekki verið henni nánd-
arnærri jafnmikil sæla og sigur,
að hugga neitt hinna barnanna
eins og þennan mállausa og meyr-
lynda aumingja dreng. En hún
vildi vera einsömul með honum,
þar sem enginn vissi að hún var
móðir hans. Einhvers staðar langt
í burtu.
Henni hnykti við að sjá mót-
þróann fastan og rólegan tala úr
þessum augum, sem ekkert ann-
að úrræði kunnu þangað til en
biðja þegjandi með tárunum, en
hún vissi ekki heldur, að nú
skildi Siggi litli kisu, og var kom-
inn í skóla hjá henni, og að það
nám var að bjarga vesalings
fanganum, sem farið var að
svíða undan böndunum.
Og nú var Siggi kominn á lag-
ið bæði með það að skilja aðra
og láta þá skilja sig; nú voru of-
urlitlar glufur opnaðar inn í þessa
lokuðu heima, sem í kringum
hann voru. Hann sá nú varla af
mönnunum og hundunum annað
en augun, og reyndi að fá allt þar
að vita sem inni var, eins og hjá
kisu, en á augum mannanna var
einhver hula, sem ihann sá svo
illa í gegnum, og þá sjaldan að
hún var dregin eitthvað frá, sá
hann þar oftast ekki annað inni
fyrir en þetta sama gamla, sem
hann kunni utanbókar: Þú færð
ekkert hér að sjá, ég vil þig ekki,
farðu í skotið. Þeir útskúfuðu
honum að eilífu.
Hundarninr voru að því leyti
miklu betri, að þeir skildu hann
og sögðu honum það, sem þeir
gátu, en þeir vissu svo furðulega
lítið. Það var því líkast, sem þeir
væru alltaf fyrst að gá að því hjá
honum, hvað þeir gætu sagt eða
mættu segja, og eins sýndist hon-
um það vera við alla aðra. Hann
reyndi að vera góður við þá eins
og kisu og þeir voru góðir við
hann á móti, og miklu auðmjúk-
ari en hún ,og þeir sögðu honum
skýrt og skilmerkilega, þegar þeir
vildu fá þessa blíðu, en það var
alveg sama tillitið, eins og þegar
þeir báðu hann eða aðra um bein
eða bita. Honum fannst helzt
hann sjá eitthvað hjá þeim, sem
þeir þyrðu að kannast við að þeir
ættu sjálfir, þegar ókunnugir
menn komu eða þeir áttust við
sín á milli, eða komu að kettin-
um óviðbúnum, því að þá gátu
augun orðið heit, eins og hon-
um fyndist þau ætla a3 brenna
sig, en svo varð þessi hiti svo ó-
trúlega fljótt að volgri auðmýkt,
ef á móti þeim var horft, eins og
augun væru helzt til þess gerð að
líta undan og keppast við að
verða fyrri til að glúpna en rófan
að leggjast niður. Hundarnir voru
góðir leikfélagar stund og stund,
en til þeirra varð einhvern veginn
ekki flúið; iþeir vöktu ekkert
traust.
En kisa vakti einmitt traust;
honum fannst eins og hann yrði
sterkari, hvenær sem hann sá kisu
standa jafnrétta eftir hverja mein-
gerð og fara sinna ferða fyrir
mönnum og hundum. En honum
25