Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 29

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 29
heim undir túngarð og enn sýnd- ist sem fyrr, að Sigurði þætti Wýrra í nánd við dýrin en menn- tna, því að þótt nú ætti ból í túmi hans dótturdóttir kisu hinn- ar gömlu, eða enn þá fjarlægari afspringur, þá var glöggur og auðséð munurinn á svip Sigurðar, ef kisa var þar fyrir þegar hann kom inn og scttist á rúm sitt, eða hana vantaði þar. Nokkuð hætti Sigurði alltaf til þunglyndis, en aldrei var hann svo fyrirkallaður, þegar hrossin voru rekin heim, að hann yrði þá ekki léttur og kátur og hoppaði stundum upp og hljóp til þeirra, eins og þegar hann var drengur. Hann hafði alla hestana eins og hann vildi og bar þó aldrei svipu eða keyri á nokkurn hest. „Við skiljum hver annan, þó að allir seum við mállausir,“ sagði hann. »Hesturinn skilur okkur, ef við fiefum okkur tíma til að skilja, í stað þess að berja hann,“ skrifaði Sigurður líka einhvern tíma með krítarmola sínum, og aldrei lærði kann að sitja á sér, ef hann sá farið ilia með einhverja skepnu, hver sem átti og er það sagt með sanni, að þar breyttist mjög til batnaðar í þeim efnum allur bæj- arbragur og það eingöngu af völdum Sigurðar. Svo sagði Sigurður síðar frá, að þótt honum félli missárt nokk- uð að skilja við heimilisfólkið, þegar hann fór að heiman alfar- lnn, þá fann hann ekki verulega t‘f> þegar hann kvaddi neitt nema köttinn og hestana og vita þá ekkert, hvernig við þessa góð- fyndu og gáfuðu vini hans yrði búið, þegar hans nyti ekki við lengur. En fara varð hann þó. Það bar sv° til, að hann eignaðist dreng DvRAVERNDARINN með frændkonu sinni, sem þar var um tíma og hafði foreldrum hans gramdist það mjög, svo að föður hans hafði orðið það á að slöngva því í Sigurð, að þeir ættu ekki að eiga börn, sem ekki gætu séð fyrir þeim. Þessu reiddist Sig- urður svo, að hann fór í burtu al- farinn, hvernig sem faðir hans gekk eftir honum og sárbændi hann um að vera kyrr. Sigurður sá fyrir drengnum og gat ekki annars staðar verið en þar sem hann var, og svo sagði liann síðar, að það hefði hann fundið til mestrar sælu á ævinni, þegar hann kom inn úr smiðjunni og honum var sagt, að drengur- inn hans hefði sagt skýrt ,,Dodda“, sem var gælunafn stúlkubarns þar á bænum, því að hann hafði pínst laundrjúgt með sjálfum sér af þeim kvíða, að drengurinn kynni að erfa mál- leysi hans. Nú kveið hann engu. Sigurður var að smíðum utan sláttar, en reri oft suður á vetr- um. Þegar ég var að læra undir skóla hér í Reykjavík, var ég staddur eitt kvöld um vorið inni á Laugavegi; sá ég þá, hvar mað- ur gekk einu sinni eða tvisvar kringum eitt húsið. Ég staldraði við, og kemur þá maður þessi til mín, kvakar hann eitthvað, og fer um leið að tala við mig á fingramáli. Ég fyrirvarð mig fyrir það, að við, sem málið höfum, látum okk- ur svo nákvæmlega á sama standa um bágindi þessa vesa- lings manna, að við tökum ekki einu sinni á okkur þeim til rauna- léttis jafnlitla fyrirhöfn og það er, að læra fingramál. Ég hafði ekki önnur ráð en að hrista höf- uðið, en þá gengur maðurinn að bakdyrahurðinni, tekur upp hjá sér krítarmola og skrifar á hurð- ina: „Húsið er tómt af mönnum.“ Hann hafðist við vestur í Grjótaþorpi þá daga, sem hann dvaldist hér í það sinn og kynnt- umst við þá dálítið. Við komum hvor til annars á kvöldin og ég þó oftar til hans, og skrifaði hann þá fyrir mig á spjald mitt nokkur meginatriði af því, sem hér hef- ur verið sagt frá. Orðaði hann allt furðu rétt og líkast þvi, sem natinn útlendingur gerir, sem lært hefur málið af bókum. Ég hænd- ist að hinni barnalegu einlægni og hlýlyndi þessa gáfaða og myndarlega manns og mér fannst málleysið ekki vera lýti á honum. Hefði honum sjálfum ekki verið svo mikil raun að þessari vöntun sinni og bjargarleysi, mundi ég tæplega hafa óskað honum máls- ins. Honum var það gleði og mat það sem vinsemd, hve eftirleit- inn ég var með að lesa hjá hon- um og spyrja hann og segja hon- um hugsanir mínar um ýms at- vikin. Þó þótti honum enn stórum vænna um dýrin en mennina, og einkanlega um Stygga-Jarp; hon- um og dýrunum þakkaði hann að mestu þá gleði og það lán, sem á hans leið hafði orðið; Stygga- Jarp þakkaði hann nám sitt, og náminu drenginn sinn. Hljóð og mál gat hann ekki hugsað sér öðruvísi en högg og þrýsting á eyrað, og það fannst honum sem vera mundi ónákvæmt mjög í samanburði við sjónina, og hann var sannfærður um, að við gerð- um okkur of mikið far um, að sjá með eyrunum, en beittum augunum of lítið. 1 augunum mætti sjá allt eins og það væri, 29

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.