Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 10
Skrauta Kæri Dýraverndari/ Mig langar til að biðja Dýra- verndarann að birla þessa minn- ingn um Skrautu — einnig langar mig að minnast Kóngsa. MINNINGIN UM SKRAUTU Hér á bænum var einu sinni kýr sem hét Skrauta. Hún var rauð með hvíta skrautu og stjörnu í enni. Ég hélt mikið upp á hana því mér fannst hún bæði vitur og góð. Það kom stundum fyrir að kún- um var leyft að vera utan túns, en þá áttu þær það til að rása heim að næsta bæ, en það var heldur illa Iiðið hér heima. Þær löbbuðu ævinlega eftir gömlum troðning sem þær höfðu lagt sjálfar þarna. Skrautu langaði aldrei með þeim þarna út eftir og kom jafnvel fyrir að hún ruddist fram fyrir hinar kýrnar þegar þær voru lagðar af stað eftir troðningn- um. Þegar hún var komin fram fyr- ir þær tók hún sér stöðu þvert yfir götuna og stóð fyrir þeim. Ef kýrn- ar ætluðu sér samt sem áður fram hjá henni þá hnoðaði hún í þær ansi harkalega. Og þarna stóð hún þangað til þær gáfust upp og sneru við. Oftar var það þó að hún stóð eftir ásamt Hjálmu systurdóttur sinni, en Hjálma kærði sig heldur ekki um að fara út eftir með hin- um kúnum. Kostir Skrautu voru fleiri, t. d. fór hún aldrei af básnum, þegar verið var að setja út kýrnar, fyrr en hún var búin að skíta í flórinn því hún vissi sem var að hún átti ekki að skíta á tröðina. Það þýddi ekkert að hotta á hana eða reyna að ýta henni af stað fyrr. Þótt hún færi ævinlega seinust út var hún alltaf í forystu þegar út var kom- ið enda virtust kýrnar vera orðnar vanar því að láta hana vera fyrsta og töldu það sem sjálfsagðan hlut, a. m. k. eldri kýrnar, en þær yngri voru ekki eins hrifnar af þessari sífelldu forystu hennar. Stundum þegar maður kallaði á kýrnar leit Skrauta upp, arkaði af stað með hinar kýrnar á eftir sér en aldrei fór nein af stað á undan henni. Margar kvígur voru látnar lifa undan Skrautu og urðu þær allar ágætis kýr. Einnig voru látnir lifa bolakálfar, en það var ekki nógu heppilegt þótt þetta væru ágætis skepnur, því þá urðu nautin og kýrnar heldur mikið skyld. Skrautu var fargað haustið 1975 og var hún þá orðin 16 ára gömul. HEIMAGANGURINN KÓNGSI Þegar ég fer að hugsa til allra heimalninganna sem ég man eft- ir, er mér efst í huga lambakóngur, sem kallaður var Kóngsi. Hann varð heimalningur af því að hann fannst ný fæddur í fjárhúsunum með hausinn fastan í rifu sem var milli garðans og grindar sem skildi í sundur nokkrar lambær og ó- bornu ærnar. Hann hafði troðið hausnum þarna af einhverjum klaufaskap og setið svo fastur. Þeg- ar búið var að losa hann var farið með hann til mömmu sinnar en hún var þá búin að afrækja hann með öllu. Hún stangaði hann meira að segja svo fast að það marðist smá flyksa úr eyranu á honum. Það var farið með hann heim og þar var honum komið fyrir í kassa og síðan var kassinn settur við ofn því hrússi litli var farinn að hríðskjálfa. Daginn eftir var hann alveg orð- inn galsperrtur. Það var ekki að tala um að húka ofaní kassa, held- ur vildi hann skoða þessa skrýtnu tilveru. Honum var leyft að skoða ganginn og hlaupa, þegar hann var búinn að því stoppaði hann og piss aði stóran poll á gólfið. Hann dafnaði ágætlega um sum- arið (1975) og var orðinn svo merkilegur með sig að hann gat ekki verið með hinum heimalning- unum sem voru tveir. Því var hann nærri alltaf einsamall. Um haustið tímdi enginn að láta hann fara í sláturhúsið, svo hann var bara látinn lifa. Þó var þessi hrútskekill langt frá því að vera vel byggður var hann svo óvenjulegur andlega að öllum þótti gaman að honum. Það var hægt að gefa honum nærti hvað sem var, ég prófaði t. d. að gefa honum franskbrauð, rúgbrauð og heil- hveitibrauð, brjóstsykur og kleinur og át hann það af bestu lyst og 10 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.