Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 17

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 17
Tryggvi Gunnarsson Hann var brautryðjandi íslenskrar dýraverndar og nú eru ekki nema fá ár þar til balda má upp á aldar- afmceli „Dýraviiiarins", en það blað byrjaði Tryggvi að gefa út árið 1885. - Ekki var upplag þessa blaðs stórt - nokkur hundruð ein- tök - en sem betur fór héldu flestir kaupendttr þess því saman og létu binda í bók. „Dýravinurinn" kom út allt fram á árið 1914, en ncesta ár, eftir að útgáfn hans lauk, tók blaíið „Dýraverndarinn" við og hefur komið út óslitið síðan. - Margar greinar hafa verið skrifað- ar urn Tryggva Gunnarsson og einnig hafa Ijóðskáldin sent hon- um kveðjur sínar í bundnu máli. - Hér kemur eitt þessara Ijóða: TRYGGVI GUNNARSSON bankastjóri - d. 1917 „Varaðu þig, Valnastakkur, fallinn er hann Fjögratnaki!" I. Þrútnar himinn, þrumar sjár, þetta fjórða neyðar-ár, titrar íslands trú og von - Tryggvi fallinti Gunnarsson. Óð um þennan afreksmann yrki hver sem betur kann; stirðna tekur strengur minn stefjum kveðja fornvin sinn. Hann var íslands óskabarn, alinn þess að græða hjarn, hefði því til gagns og góðs gefið hvern sinn dropa blóðs. Trúr og hreinn og traustur var, Tryggva nafn með réttu bar; fjögramaka þoldi þraut, þúsund köppum ruddi braut. Fornmannsþrótt og hagleikshönd, hugvitssnilli, líf og önd, viljans táp og vinnugjörð vígði sinni fósturjörð. Aldrei spor af orku dró, ofurhugi’ á landi og sjó, reisti brýr og grýtta grund gerði fagran blómsturlund. DÝRAVERNDARINN 17

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.