Dýraverndarinn - 01.12.1977, Síða 34
r
Sigurður Gíslason
Útigangshross
Frostvindar næða um freðna jörð
og fannirnar grundir hylja.
Skafkóf rennur um blásin börð
og beygir hinn stolta vilja.
Yfir kafald — en undir svell
og ísgaddur, jarðbann víða.
Mosinn er dáinn. Allt kulnar og kell
í kuldasal norðanhríða.
Sinan er grafin og svelluð tó
og svört eru nöguð börðin.
Snæfeldur hylur mýri og mó
og magnþrota hvílir jörðin.
Hvert einasta strá þar sem eyðu sá
er étið og líka moldin.
— Nú sést ekki eyða né stingandi strá
og stirnuð sem lík er foldin.
Utigangshross með úfin hár
um ísgaddað hjarnið reika
— frostgolan næðir sviðasár
og svekkir hinn máttarveika.
Þögul er sorgin í þeirra brá
og þrútna með hverjum degi.
— Hvergi er skjól né fóður að fá
og frostnepjan hlífir eigi.
Klökuð af gaddi þau krafsa fönn,
með kulda í öllum taugum.
Krafsturinn fyllir hríðarfönn
svo haglið bylur á augum.
ísnálar stinga yldauða húð
og iðan er sífellt á vakki.
Töglin af frostvinda gnauði gnúð
og gödduð í klakastakki.
Fárviðrið lemur fannbarinn hól
og frystir blóðið í æðum.
Himininn kafaður, sést ekki sól
og særinn í hafísaklæðum.
Hækkandi skaflar, og hríðin er söm
að hörku — en aldrei nein þýða.
Útigangsjálkarnir híma í höm
með helró og úrslita bíða.
J
Fróðleiksmolar - pillan „OVARID" er notuð til - eða ef kisan eða hundurinn er
að gera tíkur ófrjóar. lystarlaus er gott að setja GLU-
frá - ef einhver hefur í umsjá sinni KOSE (sem ætti að fást í apó-
uglu, eða hrafn, eða eitthvað af tekum) í vatnsskálina. Magn:
Englandi þessum stærri fuglum á að gefa 1—2 teskeiðar í skálina.
þeim hrátt kjöt blandað örlítið - GLUKOSE er líka gott ef um
með bómull eða mjúku hæsna- uppköst er að ræða. Þá skal not-
fiðri, til þess að gefa fuglinum að ÍSKALT vatn + GLU-
eitthvað sem er gott fyrir melt- inguna. KOSE.
34
DÝRAYERNDARINN