Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 9
Minningasj ó ður
Guðrúnar Guðfinnu
Þorláksdóttur
Schram
Gísli Björnsson.
hefur unnið við, bæði hér í Reykja-
vík og víðar, má t. d. nefna Hótel
Reykjavík, Safnahúsið, Vífilstaða-
hæli o. fl. o. fl.
Dýraverndarinn vill minnast
þessara mætu hjóna, því þau voru
miklir dýravinir og víst er um það,
að margan bitann og sopann á frú
Guðrún heitin niðri í svöngum
smádýrum í Austurbænum í
Reykjavík, sem ofar voru moldu á
fyrra helmingi þessarar aldar, en
eins og áður er sagt andaðist hún
árið 1950.
Blessuð sé minning þeirra.
G. H
í vörslu S. D. í. er minningar-
sjóður sem ber þetta nafn. Sjóð
þennan stofnaði eiginmaður Guð-
rúnar Gísli Björnss. er hún lést fyrir
rúmum 25 árum. Þau hjónin höfðu
gert með sér erfðaskrá og ákvað
Gísli að hlutur Guðrúnar skyldi
renna í slíkan minningarsjóð er
hann dæi. Hjón þessi voru barn-
laus og voru þau ákaflega miklir
dýravinir.
Gísli Björnsson lést snemma á
þessu ári, þá orðinn mjög aldrað-
ur eða rúmlega hundrað ára.
í þennan minningarsjóð runnu
þá allmiklar eignir. M. a. var hús-
eign seld og var Reykjavíkurborg
kaupandi. Nokkuð af andvirði
hennar var greitt með skuldabréf-
um. En þegar allt er upptalið og
skuldabréfin greidd nemur arfur
þessi rúmum tveim milljónum.
í skipulagsskrá þessa minning-
arsjóðs er kveðið á um að nota
megi 85% af ársvöxtunum til
hjúkrunarheimilis fyrir dýr Og
mun þessi sjóður áreiðanlega koma
dýraspítalanum vel þegar loks kem-
ur að því að hann verður opnað-
ur.
Stjórn S.D.Í flytur öðrum erf-
ingjum Gísla Björnssonar og Guð-
rúnar Schram hugheilar þakkir fyr-
ir velvild og vinsemd er á skipt-
unum stóð. Sérstakar þakkir flytjum
við Birgi Einarssyni, Breiðdalsvík,
en hann var skiptaforstjóri.
J. S.
DÝ RAVERND ARINN
9