Dýraverndarinn - 01.12.1977, Síða 21
um öðrum sveitum norðanlands,
sem gráöndin hefst helst við, en
vegna þess að almenningi liættir
við að gera ekki greinarmun á grá-
önd og stokkönd, nema aðeins
grænhöfðunum, þ. e. stokkandar-
blikanum, sem alls eigi verður
villst á, má gera ráð fyrir, að grá-
öndin sé nokkru algengari en al-
mennt hefir verið álitið. Gráönd-
in er farfugl hér, enda er hún í eðli
sínu og uppruna nokkru suðrænni
en stokköndin. Heimkynni þeirra
eru á sömu slóðum erlendis, að
öðru leyti en því, að gráöndin er
eigi jafn norðarlega á meginlönd-
unum og fer sjaldan norður fyrir
60° n. br. Hér er hún því mun
norðar en hún er vön að eiga heim-
kynni, og stafar það eflaust af þeim
dásemdar landkostum, sem öllum
fuglum andaættar eru til boða
sumsstaðar hér á landi og þó eink-
urum norðanlands. Mun óvíða vera
önnur eins paradís af náttúrunnar
hendi þessum fuglum til reiðu eins
og t. d. Mývatnssveitin, enda eru
aðeins þar hinar sjaldgæfari teg-
undir og sumar alls ekki að stað-
aldri.
Fullorðinn gráandarbliki er
svartleitur á hnakka, með rauðmó-
leitum dröfnum, en kollurinn og
hálsinn er móhvítur með dekkri
dröfnum. Bakið er móleitt, en of-
an til og út um herðarnar er þak-
fiðrið, því að á hverri fjöður er
grátt, bogadregið eða hálfmánalag-
að krot eða línur. Aftast er bakið
svartleitt, og efri stélþökurnar eru
svartar. Efri stór-vængþökurnar
eru dökk mórauðar og mynda stór-
an, áberandi rauðmóleitan blett á
vængnum ofanvert við spegilinn,
sem er grár, svartur og hvítur. Er
þessi hvíti litur á vængnum teg-
undareinkenni, sem tekur af öll tví-
mæli, ef um vafa er að ræða. Sést
hann best er öndin rís upp í vatns-
fletinum og baðar vængjunum, en
það gerir gráöndin oft. Innstu
(arm-) flugfjaðrirnar eru einkenni-
lega langyddar. Bringan er móleit,
með fiilleitum dröfnum, en síðurn-
ar og lærin hvítflekkótt. Kviðurinn
er hvítur, en neðri stélþökurnar
svartar. Nefið er svartleitt, fæturnir
rauðgulir.
Kvenfuglinn, gráöndin, er dökk-
móleit, — ekki rauðleit í hnakk-
anum. Bakið og ytri stélþökurnar
er með gulmóleitu kroti á fiðrinu,
sem er með mógulum jöðrum.
Rauðmóleiti bletturinn á vængn-
um er óáberandi, eða hann er eng-
inn. Hálsinn framanverður er
neðst dálítið rauðmóleitur, með
grófgerðum, dökkum dröfnum.
Síðurnar og kviðurinn er móflekk-
ótt. Neðri stélþökurnar móleitar,
með dekkri dröfnum. Nefið dökk-
móleitt, mógult á hliðunum. Grá-
öndinni er almennt ruglað saman
við stokköndina, en blái spegillinn
á vængnum á stokköndinni ætti
þó að taka af skarið, ef menn
muna eftir því, og eins, að spegill-
inn á gráöndinni er áberandi hvít-
ur. Auk þess er talsverður stærðar-
munur; gráöndin ei talsvert minni.
Hvenær gráöndin fer að verpa
hér, er lítt kunnugt; við Mývatn
verpir hún snemma í júní. Utung-
unartíminn er um 25—26 dagar
erlendis; hér veit ég ekki til að það
hafi verið athugað. Hreiðrið er
sjaldan langt frá vatni eða pollum
og er jafnan vel hulið í grasi eða
öðrum gróðri. Það er af svipaðri
gerð og stokkandahreiður, en dúnn-
inn er öllu meiri og ljósari á lit;
eggin eru hvímóleit, og er það að-
almunurinn á þeim og stokkand-
areggjum. Gráöndin verpir mörg-
um eggjum erlendis, þetta frá 8—
14 (10—12 er venjulegast). Það
er talið, að þær verði kynþroska
liðlega ársgamlar .Gráendur eru
grasbítar miklir; sérstaklega eru
þær hændar að ýmsum vatnagróðri
(t. d. nykru o. fl.).
Einkenni: Blikinn er dökkgrár
á að sjá, stélið svartleitt. Fæturnir
rauðgulir; öndin er móleitari; nef-
ið mógult. Á báðum kynjunum er
áberandi nærri ferstrendur, hvítur
blettur ofarlega (aftarlega) á
vængjunum. Fljúga þytminni en
stokkendur. Eru grunnsyntar og
fara oftast nær tvær og tvær sam-
an. Eru ætíð þar, sem nægur er
vatnagróður.
(Stærð: v. 238-282 mm, n. 36-
45 mm. Þyngd 700-800 gr.).
RAUÐHÖFÐAÖNDIN
(Mareca penelope (L)).
Hún er ein af hinum algengari
andategundum hér á landi og verp-
ir að heita má um land allt. Hún er
meðal þeirra fyrstu, sem koma
hingað á vorin, og fer oftast ekki
fyrr en haustveðráttan gengur í
garð. Þó er hún meðal þeirra við-
fcirlustu farfugla, sem hér eru. En
hún er næsta óútreiknanleg í ferð-
um sínum og hefir það til að
þrauka hér af veturinn, jafnvel þó
að hann sé ekki meira en í meðal-
lagi góður. Hún virðist ekki hafa
neinn ákveðinn samastað til vetr-
ardvalar, því að merktar rauðhöfða-
endur íslenskar hafa komið svo að
segja fram í öllum áttum, t. d. á
Bretlandseyjum (írland meðtalið),
Ho'landi, Frakklandi, Spáni og á
Norður-Ítalíu, á Rússlandi (oft)
og í Vesturheimi, á Newfound-
landi og í Pennsylvaníu í U.S.A.
Sama veturinn, er tvær rauðhöfða-
endur komu fram í Vesturheimi,
var ein gömul rauðhöfðamaddama
skotin hér sunnanlands, á Skerja-
DÝRAVERNDARINN
21