Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 22

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Blaðsíða 22
firði, um miðjan janúarmánuð. Var hún ættuð norðan frá Mývatni og var búin að verpa þar í nokkur ár, eftir að hún var merkt í fyrsta sinni. Sömu söguna er að segja frá næstu nágrannalöndum okkar, t. d. frá Bretlandseyjum; þar eru þær ýmist allan veturinn, eða þær fara þaðan Iangar leiðir. Oftast nær eru það eldri kynslóðirnar, sem hætta langferðum, eða fara alls ekki úr landi, en ungviðið er það, sem lengst fer og víðast flækist. Fullorðinn rauðhöfðasteggur er hvítur eða öllu heldur hvítgulur, oft með ryðleitum blæ framan í enninu, og nær þessi litur upp á kollinn framanverðan. Að öðru leyti er höfuðið og hálsinn ryð- rauður, með óreglulegum, svörtum eða grænsvörtum smádílum og dröfnum. Bakið og herðarnar eru gráflikróttar, því að þakfiðrið er þar allt með smágerðum, svörtum og hvítum þverrákum á hverri fjöður. Hálsinn neðanverður og bringan efst er jarprauðleit, en síðurnar og lærin gráflikrótt, en að öðru leyti er búkurinn allur að neðanverðu hvítur, nema neðri stél- þökurnar; þær eru svartar. Hand- flugfjaðrirnar eru móleitar, en efri vængþökurnar gráleitar; spegillinn er grænn, með sterkri málmslikju og svartri rönd að ofan, og næstu vængþökurnar fyrir ofan spegilinn eru hvítar. Nefið er gráblátt með svartri nögl. Fæturnir grængráir. Öndin er grágulleit eða móleit á höfði og á hálsinum, með smágerð- um, dekkri dröfnum. Bakið er mó- leitt, en þökurnar eru þar með ryð- leitum jöðrum og kroti. Efri væng- þökurnar grámóleitar, með hvítleit- um jöðrum, spegillinn er svartleit- ur, með grænleitum málmgljáa. Hálsinn neðst, bringan ofan til og síðurnar ryðmóleitar. Neðri stél- þökurnar hvítar, með móleitum rákum og allur búkurinn að neðan- verðu hvítur. Ungarnir eru líkir móður sinni að lit, en þó eru efri miðvængþök- urnar ekki hvít- eða gráleitar eða með ljósari jaðra. Rauðhöfðaöndin fer að verpa seinni hluta maímánaðar í venju- legu árferði. Hún gerir sér öllu vandaðra hreiður en aðrar endur, úr grasi og öðru nærtæku efni, og ber svo mikið í það, að það má oft taka það upp í heilu lagi, en það er óvenjulegt, að endur leggi svo mikla vinnu í hreiðurgerðina. Hreiðrið er sjaldan langt frá vatni og hulið gróðri. Dúnninn er tals- verður, öskugrár að lit. Eggin eru 4—7, þegar fæst eru, en oftar frá 7—12, hvítgul að lit, fremur lítil. Lítið er vitað með vissu um hjú- skaparstand þeirra; sumir ætla, að hjónin slíti ekki samvistum, úr því að þau eru gift, en aðrir draga það í efa. í tilhugalífinu á vorin geng- ur mikið á meðal biðlanna, og Ienda þeir oft í tuski saman, en sjaldan eru þau einvígi hættuleg, því að endur eru frekar friðsamir fuglar. Þeir leggja ungfrúrnar í ein- elti, oft margir saman, króa þær af, ef þeir geta, og sýna þeim viðhafn- arbúning sinn frá öllum hliðum. Endar svo leikurinn eins og í ævin- týrunum, með trúlofun og hjóna- bandi; þau eignast börn og buru o. s. frv. Rauðhöfðaendur eru gefnari fyrir sævar- og vatnagróður en aðr- ar grasendur, og er t. d. marhálm- ur meðal þeirra bestu rétta. Éta þær einnig talsvert af smádýr- um, t. d. skordýra- (mý) -lirfum o. fl. í sjó taka þær á vetrum tals- vert af smádýrum, sem bæði slæðist í og með marhálminum og öðrum gróðri, og svo éta þær einnig ein- tóma dýrafæðu, t. d. smásnigla, skeldýr o. fl., þegar ekki er annað að hafa. Rauðhöfðaendur eru í ýmsu sérstæðar, en svipar þó mest til gráanda (A. strepera). Ekki er fullkunnugt um uppvöxt og þroskaferil rauðhöfðanna. Erlendis klekjast eggin út á liðlega 3 vikum, og er það líklega svipað hér. Ung- arnir verða fleygir um það bil 6 vikna gamlir og fara þá oftast út í veður og vind, eins og um var getið í upphafi þessa máls. Erlendis eiga rauðhöfðaendur heimkynni um öll norðlæg lönd, t. d. um allt norðanvert meginland Asíu og hér í álfu á Norðurlöndum og Bretlandseyjum og víðar. í Norður-Ameríku er náskyld teg- und (M. americana, Gmelin), sem hefir sést hér norðanlands nokkrum sinnum. Einkenni: Blikinn eða steggur- inn rauðmóleitur á höfði, með blesu í enni. Ennið hátt, nefið stutt. Efri stélþökur hvítar, þær neðri svartar. Hálsinn neðst að framan og bringan rauðleit. Hvít- ur blettur á herðum og hvítur, þrí- hyrntur blettur ofarlega á vængn- um. Öndin móleit á höfði, höfuðið fremur lítið og sýnist sérlega snubbótt á flugi, því að hálsinn er frekar stuttur. Félagslyndir fuglar, sem hópast oft á grynningum, þar sem vatnagróður og smádýralíf er nægilegt. (Stærð: v. 235-270 mm, n. 31- 36 mm. Þyngd frá 700-100 gr.). URTÖNDIN (Qúerquedula crecca crecca (L)). Hún er minnsta andategundin, sem hér er til, en hún er meðal þeirra snotrari að sjá. Sérstaklega er urtandarsteggurinn skrautlegur á vorin, í varpbúningnum. Urtend- 22 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.