Dýraverndarinn - 01.12.1977, Síða 26

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Síða 26
ist eins og hvít rönd úti við hafs- brúnina. Knúin áfram af mætti hinna himinbornu vinda mjakast hún nær og nær landi, og þá kem- ur í ljós, að þarna er um nánast óendanlega ísbreiðu að ræða, nefni- lega hinn illræmda hafís. í mörg- um tilvikum berst hann alla leið að landinu og treður sér inn í hverja vík og hvern fjörð með regin- þunga. Og fyrir kemur, að með honum komi óboðinn gestur, eitt af mikilfenglegustu rándýrum jarð- arinnar — hvítabjörninn. í fornum annálum er oft getið um hingaðkomu slíkra gesta og stóð fólki ávallt ógn af þeim. Bjarndýr eru þó meðal hinna mein- lausari rándýra. Nú á tímum eiga þau það eina erindi til íslands, að verða byssuglöðum mönnum að bráð. Það er tillag okkar íslendinga í þágu þeirrar starfsemi, að ger- eyða hvítabjörnum. Vegna þess hve hvítabirnir eru fáséðir hér við land, hafa þeir þó ekki verulega orðið fyrir barðinu á íslenskum byssumönnum. Þar hafa frændur vorir, norðmenn, ver- ið miklu athafnasamari, og kem ég að því síðar. Það er þó víst og löngu vitað, að íslendingar sleppa engu tækifæri sem þeim býðst til þess að bana bjarndýri. Viljann vantar þá sem sé ekki. Flestir munu kannast við „Gottu"-leiðangurinn svo nefnda, en hann var á sínum tíma til þess gerður, að hneppa í fjötra nokkur sauðnaut (kálfa) á Grænlandi, í þeim tilgangi að auðga með þeim hið fátæklega spendýraríki íslands. Aform þetta heppnaðist þó ekki, eins og alkunnugt er. Meðal þeirra, sem þátt tóku í þessum leiðangri, var Ársæll Árnason, sá mæti maður. Hann var ritfær í betra lagi og skrifaði um þetta greinargóða ferðalýsingu og einnig sérstaka grein um hvíta- birni, sem birtist í fyrsta árg. Nátt- úrufræðingsins. Þar getur hann meðal annars um áhrif þau, sem nærvera eins hvítabjarnar hafði á þá leiðangursmenn, svo og við- brögð þeirra í því sambandi. Ár- sæll skrifar: „Hver taug er strengd, hver vöðvi er stæltur, líkaminn er gripinn einkennilegum skjálfta". Og litlu síðar: „Dýrið rennur á flótta eftir stórum jaka. Skipinu er beitt eins og mest má innan um íshrönglið. — Nú leggst bangsi til sunds í stórri vök. Komist hann yfir á stóra jakann framundan er hann tapaður. Þar eru skipinu öll sund lokuð. Nú erum við komnir inn í vökina. Og þó að knálega sé synt á undan, dregur þó fljótt saman með bátnum og bangsa". Síðan er skothríð hafin á varn- arlaust dýrið, uns það flýtur dautt í vatnsskorpunni. Þetta atvik sýnir einkar vel hve drápsfýsnin er ríkur þáttur í mann- legu eðli. — Hinar litlu líkur sem voru fyrir því, að dýrinu gæti tek- ist að forða sér og bjarga þar með lífinu, eru þá stundina eina á- hyggjuefni þeirra félaga. Allt kapp leggja þeir á það eitt, að drepa dýr- ið. Annað kom ekki til greina. Isauðnir nyrsta hluta jarðarinnar, heimkynni hvítabjarnarins, hafa margan heillað. Ofurkappsmenn og fullhugar liðinna tíma hafa lagt um þau svæði leiðir sínar, teflt þar afli sínu við válynd náttúruöfl, stórhríðar og helgadd, sem engum þyrma. Þær dirfskufarir kostuðu margan manninn lífið. En fleiri voru þeir þó, sem auðnaðist að vinna bug á öllum örðugleikum og hlutu frægð og frama í sigur- Iaun. Hefur vissulega margur síður unnið til. Einn af þessum mönnum var norðmaðurinn Friðþjófur Nansen. Frægastur mun hann hafa orðið fyrir þátttöku sína og yfirstjórn í „Fram"-leiðangrinum, sem hófst í júnímánuði árið 1893. Skipið festist í hafísnum, eins og við hafði verið búist, og tók Nansen sig þá upp við annan mann, F. H. Johan- sen að nafni, og lagði í áhætm- sama sleðaferð til þess að kanna ís- fláka lengra norður. Upphaflegur tilgangur þeirrar ferðar var vafa- laust sá, að gera tilraun til þess að komast á norðurheimskautið. Frá þeirri hugmynd varð hann þó að hverfa, en komst þess í stað um síðir, ásamt félaga sínum, til Franz Jósefs-lands, eftir miklar mann- raunir. Um þennan þátt leiðang- ursins hefur komið út bók í ís- lenskri þýðingu Hersteins Pálsson- ar, en höfundurinn er Nansen sjálf- ur. Bókin nefnist „í ís og myrkri", og er nafnið í góðu samræmi við atburðarás þessarar svaðilfarar, sem stóð yfir í fimmtán mánuði. Það er ekki ætlun mín, að rekja frekar hér efnisþráð þessarar heimskunnu ferðar, heldur minnist ég hennar einungis vegna þess, að ég vil leiða hugann lítið eitt að af- skiptum nefndra ferðafélaga af hvítabjörnum. En skýrt skal tekið fram, að tilgangurinn er alls ekki sá, að varpa á nokkurn hátt skugga á þeirra minningu. Athafnir þeirra í þeim efnum voru örugglega í engu frábrugðnar hinum venju- legu, enda þótt í því felist ekkert lof. Skylt er að hafa það í huga, að aðstæðnanna vegna var þeim oft lífsnauðsynlegt, að drepa bjarndýr og seli tii rnatar sér. En vitanlega er ekki sama hevrnig slíkt er fram- kvæmt, og það er einmitt merg- urinn þessa máls. Ég hef jafnan dáð Nansen sem afburðamann, en 26 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.