Dýraverndarinn - 01.12.1977, Qupperneq 23
ur eru algengar um land allt. Þær
eru jafnt við ár, vötn, tjarnir eða
smálæki, en helst vilja þær vera
á gróðurmiklu votlendi, einkum ef
þar eru smápollar og tjarnir. Þær
eru farfuglar og koma hingað um
eða eftir sumarmál og fara oft ekki
fyrr en um veturnætur, ef vel
viðrar.
Fullorðinn urtandarbliki er
dökkmórauður á höfði og á ofan-
verðum háisinum. Framan frá aug-
um og aftur á hnakka og niður á
hálsinn að aftan er breið, græn
rák eða litarbelti, með sterkri,
purpuralitri málmslikju á fiðrinu.
Aftan í hnakkanum er auk þess
allstór, blásvartur blettur. Framan
frá nefrótum beggja megin er mjó,
gulhvít rák upp vangana, upp að
græna litarsvæðinu umhverfis aug-
un. Þar klofnar þessi gulhvíta rák
og verður að jöðrum utanum græna
litinn, bæði að ofan og neðan.
Neðri hluti hálsins og meirihluti
baksins er gráleitt, með svartleit-
um og hvítum þverrákum og kroti.
Vængirnir eru mógráir, en spegill-
inn er svartur og grænn, með sterk-
um málmgljáa á fjöðrunum. Til
endanna er svarti liturinn jaðraður
með hvítri rák, en græni liturinn
ineð svartri og hvítri rák. Að ofan
og neðan eru jaðrar spegilsins gul-
hvítir. Stélið er grátt, og yfirleitt
er grái Iiturinn mest áberandi. Að
neðanverðu er grunnliturinn hvít-
ur, en á bringunni eru allþéttar,
kringlóttar, svartleitar dröfnur, en
svartar eða gráar þverrákir eru á
síðunum og um lærin. Nefið er
svartleitt. Fæturnir mógráir.
Kvenfuglinn, iindin, er móleit
að ofanverðu eða svartmóleit;
flestar fjaðrirnar eru þar með ryð-
litum, bogadregnum krotlínum
og jöðrum. Dökk rák er yfir um
augun. Að neðanverðu er hún öll
hvítleit; neðst á nálsinum eru all-
þéttar, dökkar dröfnur og niður
um bringuna.
Ungviði á fyrsta ári er líkt á
litinn og kvenfuglinn, en eru allir
móflekkóttir að neðanverðu. Á
ungum kvenfuglum ber lítið á
græna litnum í speglinum.
Urtöndin fer að verpa seinni
partinn í maí, ef tíð er góð. Hreiðr-
ið er venjulega milli þúfna og hul-
ið grasi. Það er talsvert mikið af
dúni í því, og er dúnninn dökkleit-
ari en dúnn þeirra tegunda, sem
þegar hafa verið nefndar. Eggin
eru 6-12 að tölu, gulhvít á litinn
og fremur lítil.
Um útungunartímann og
þroskaferil unganna er lítið vitað
með vissu, og er álitið, að því
muni vera eitthvað svipað farið og
hjá stokköndum.
Urtöndin er meira á ferð á
kvö'din og um nætur en á daginn,
og mun það stafa af því, að þá
telur hún sig óhultari og lætur
rökkrið hlífa sér. Þó er hún eigi
verulega stygg. Þær hópa sig oft
margar saman, einkum á haustin,
og eru þá mun styggari. Fljúga þær
þá upp allar í senn, sem ein væri,
og sópar þá af þeim, því að þær
fljúga bæði hart og títt. Þær eru
meðal duglegustu flugfugla, og
talið, að þær fari oft talsvert á ann-
að hundrað km á klukkustund.
Heimkynni urtandarinnar er-
lendis eru víðast hvar um norð-
læg lönd; er hún svo að segja um
alla Asíu og Norðurálfu, nema
allra nyrst. í Norður-Ameríku er
náskyld undirtegund. Urtöndin et
farfugl hér á íslandi, enda þótt
hún þrauki stundum af veturinn
hér sunnanlands, þegar tíð er góð,
en hitt er aðalreglan. Merktar urt-
endur héðan hafa komið fram
einna oftast á Bretlandseyjum.
Einkenni: Minnsta öndin, sem
hér er um að ræða, dökkmóleit á
höfði, en græn í vöngum. Neðri
stélþökurnar eru gulleitar, og er
það oft áberandi. Ondin er svart-
móleit og sýnist dökk á flugi að
ofanverðu, en allhvít að neðan-
verðu. Þegar margar fljúga upp í
hóp, hegða þær sér oft eins og
fjörufuglar, þ. e. allur hópurinn
hreyfist eins og ein heild, og ber þá
einna mest á því, hversu þær eru
ljósar á kviði, samanborið við
aðra líkamshluta.
(Stærð: v. 174—181 mm, n. 32-
40 mm. Þyngd 340-400 gr.).
GRAFÖNDIN
(Dafila acuta acuta (L)).
Graföndin er frekar algeng víð-
ast hvar á landinu. Einkum er hún
í öllum hinum stærri láglendishér-
uðum, bæði norðanlands og sunn-
an. Þó er eiginlega hvergi margt
af henni, en það er og óvíða, sem
hún finnst ekki, ef að henni er
leitað. Hún er farfugl hér og kem-
ur snemma vors, er venjulega kom-
in um sumarmál, sjaldan síðar.
Hún er í flokki hinna langförlari
farfugla, því að vetrarheimkynni
hennar eru í Miðjarðarhafslönd-
unum og í Norður-Afríku (Súdan).
Merktar grafendur héðan frá ís-
landi hafa komið fram á Bret-
Iandseyjum og írlandi, Þýskalandi,
Hollandi, Ítalíu og Albaníu.
Fullorðinn grafandarsteggur er
dökkmórauður á höfði, hálsi og í
kverk. Hnakkinn svartleitur. Bak
og herðar, síður og læri gráflikrótt
(hvít- og svartkrotað). Vængurinn
móleitur, en þökurnar yfir hand-
flugfjöðrunum allgráleitar. Spegill-
inn grænn, með málmgljáa og
svartri (mjórri) og hvítri (breiðri)
DÝRAVERNDARINN
23