Dýraverndarinn - 01.12.1977, Qupperneq 29
Dýrbíturinn
Faðir minn, skáldið og dalabónd-
inn Sveinn Hannesson frá Elivog-
um, var fceddur í Móbergsseli í
Vatnsskarði, Austur-Húnavatns-
sýslu, hinn 3. apríl 1889, en and-
aðist í Reykjavík 2. júlí 1945, 56
ára aðaldri. Hann bjó fyrst í Eli-
vogum í Skagafirði með móðtir
sinni, en kvæntist árði 1922 og
fluttist vestur í Húnavatnssýslu ár-
ið eftir og settist að á Laxárdal.
Bjó þar aðallega á tveimur jörðum:
Sneis og Refsstöðum. A síðar-
nefndu jörðinni latik búskap föður
míns, er hann var þrotinn að beilsu
og kröftum. Á Refsstöðum, sem
er fjallajörð, var tófan ágeng við
sauðfé dalabóndans, drap lömb í
tugatali. Var það mikill skellur oft
og tíðmn. En faðir minn vissi, að
tófan þurfti mat eins og mennirn-
ir handa sjálfri sór og afkvcemun-
um.
Eftirfarandi vísur þarfnast ekki
frekari skýringa.
Auðunn Bragi Sveinsson
Þó að tófan taki skatt
telzt það nærri vonum.
Hún má prófa baslið bratt
að bjarga afkvæmonum.
Trosnar skinn á tærðum búk
tófunnar í greni.
Liggur inni sultarsjúk
soginn tómur speni.
DÝRAVERNDARINN
Sárkveljandi sviðamein
soltnar garnir finna.
Húsráðandinn heyrir kvein
hungurbarna sinna.
Mjög hið ytra útlitsgrár,
æfður í margs kyns brösum.
Vargsins titra veiðihár,
voði er á næstu grösum.
„Hví skal eigi reyna ráð,
reka burtu dofa.
Hinumegin bíður bráð,
blóðheit lömb, er sofa.
Þó að lánið lifi skammt
lengst er bóndinn saddur.
Hann á ána eftir samt,
ekki á hjarni staddur.
Víst mun slíkur sjá um sig
saðning þó hann tapi.
Hann er ríkur móts við mig,
mildari ei í skapi.
Þó hann fræði þylji um Krist
og þykist hata klæki,
eigin bræður æti af lyst
ef í nauðir ræki.
Undir steini í illviðrum
einn ég soltinn húki,
situr í leyni á svikráðum
svartur djöfuls púki.
Því skal aldrei semja sátt
sultarær í taugum.
Honum gjalda hlýt ég grátt
hel unz lokar augum."
29