Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Síða 12

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Síða 12
12 STÚDENTABLAÐIÐ Auðvitað vissum við aiveg að gróðærið var klikkað. Hvernig getur það ekki verið brandari að (slenskt starfsmannafélag haidi árshátíðína sína i Peking og flytji Stebba og Eyfa með sér til að syngja Nínu fyrir draugfulla fslendinga á kinversku veitingahúsi? Einhvern veginn náði maður samt ekki alveg upp (þetta, skildi þetta ekki alveg. Ég skil þetta til dæmis: Hér er hús. Húsið kostar tuttugu milljónir. Húsið getur verið aðeins ódýrara eða aðeins dýrara, en það er samt alltaf hús. Það er hægt að ganga inn í það og fá sér kaffi ( því. Svo ætlar maður nokkur í Noregi að kaupa húsið á Islandi. Hann er búinn að safna sér tuttugu milljónum og einn daginn millifærir hann þær yfir á Islenskan reikning. En þá allt í einu hrynur kerfið og peningarnir gufa upp á leiðinni. Húsið er ennþá hér, en voru þessir peningar einhvern tímann til? Við settumst einn eftirmiðdag ínn á kaffistofu Norræna hússins; eitt Ijóðskáld, einn sagn-fræðingur og einn ringlaður stúdent. Og ég bar þetta undir viðmælendur mína, þá Sigurð Pálsson skáld og Guðmund Jónsson hagsögufræðing. Hvar byrjuðu þessir peningar eiginlega? a.Tjah, hvar á maður að byrja? Seðlar .verða til sem kvittanir fyrir því að einhver maður geymi gull eða silfur hjá sér. Þú lætur mig til dæmis fá kíló af gulli og ég læt þig fá kvittun upp á að þú eigir þetta gullmagn. Þannig er kominn seðill. Yfirleitt var seðillinn jafngildi einhvers, en smám saman þróaðist það þannig að bankar og síðar ríkisvaldið, fóru að prenta seðla og miklu meira en sem nam gullforðEmum. Þá urðu til ákveðnar reglur um hlutfallið milli gullforðans og peningaseðlanna. Landsbankinn fékk dálitla seðlafúlgu í heimanmund þegar hann var stofnaður 1886, en það var ekki fyrr en með stofnun íslandsbanka 1904 að íslendingar hófu sjálfstæða seðlaútgáfu. Bankinn fékk þá einkarétt á seðlaútgáfu í landinu og var sett sú regla að hann ætti alltaf málmforða, gull og silfur, sem næmi 3/8 af seðlamagni. Ef viðskiptavinur kom inn í banka og sagði „ég vil innleysa þennan seðil í gulli“ þá átti þessi málmforði að vera trygging fyrir því að bankinn gæti það. Þetta var gullfóturinn, sem seðlamir hvíldu á. Hvers vegna var hann svo afnuminn, þessi huggulegi gullfótur? Q.Þegar fréttimar berast af því árið 1914 að .heimsstyrjöldin sé að brjótast út, grípur um sig panikk og í mörgum löndum fara menn í bankann til að leysa seðlana sína út í gulli. Eftir það áhlaup sjá bankamir að þetta muni ekki ganga lengur og biðja ríkisstjómimar að bjarga sér. íslenska stjómin setur bráðabirgðalög í ágúst 1914 og leysir íslandsbanka undcm þeirri skyldu að hafa seðlana innleysanlega. Þannig er kippt úr sambandi samhenginu milli málmforðans og seðlanna og eftir það er sagt að krónan hafi verið á pappírsfæti. Fimm litlir bankastrákar héldu enn að þeir væru stórir, en Bretar fangelsuðu einn og þá voru eftir fjórir. Fjórir litlir bankastrákar vissu að góð ráð voru dýr. Einn stóð fyrir útsölu svo eftir voru þrír.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.