Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 9

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 9
Sigfús Einarsson sextugur 3 í sveitaþorpinu. Þó var tónlistarlifið engan veginn auð- ugl i Reykjavík á skólaárum Sigfúsar. Það var sung- ið mikið, og raunar má segja, að ef talað var um tón- list á þeim árum, þá var átt við söng. Kunnátta í liljóð- færaleik var af nijög skornum skamti. Annars voru það lielztu viðburðir í liinu opinbera tónlistarlífi, er söng- nienn komu hér snögga ferð og sungu opinberlega. Steingrimur Johnsen hélt og uppi söngfélagi, sem nefnd- ist „14. janúar“ og stjórnaði þvi af mikilli smekkvísi og vandvirkni. Lét félagið oft til sín heyra, bæði á sjálfstæðum hljómleikum og við tombólur. Söngkennari i skóla var Steingrímur Johnsén. Hann var, sem fyr er sagt, smekkvís og vandvirkur söng- stjóri, en það mun meira liafa stafað af eðlisgáfum en af lærdómi, og var því um litla kennslu að ræða af lians hendi í hinum fræðilegu greinum listarinnar. Sigfús mun þó liafa haldið áfram að kynna sér tón- fræði upp á eigin spítur. Um tveggja vetra skeið hélt liann sjálfur uppi söngfélagi í skóla og stjórnaði því. Mun hann þar fyrst hafa æfst í söngstjórn, en það varð síðar það sem liann lagði einna mesta stund á við hliðina á tónsmíðunum. Sigfús varð stúdent vorið 1898 og sigldi til Hafnar um liaustið til laganáms. Það mun þá ekki hafa verið ætlun hans, að slunda tónlist nema í hjáverkum, en þó tók hann þegar fyrsta veturinn að læra söng, og var fyrst um 2ggja velra skeið nemandi hjá Vald. Lincke. Þá var Grænlandsfarinn Mylius Erichsen for- maður danska l'erðamannafélagsins, og var honum það kappsmál, að kynna Dönum „nýlendurnar“ svokölluðu, Island og Færeyjar. Kynntist liann Sigfúsi og eggjaði hann á að raddsetja íslensk þjóðlög, en við það fór Sigfús fvrst að kynna sér íslensku þjóðlögin, því að hvorki á Eyrarbakka né á skólaárum sínum i Reykja- vík hafði hann haft nein viðkynni af þjóðlögunum að ráði. Á íslandi var þá enginn, sem vildi líta við þjóð-

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.