Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Side 14

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Side 14
8 E. Th.< Sicjf. Einarsson sextugur nokkuð viðkvæmt og dapurt, tónbilin stutt og einföld og svo hin kjarnyrtu, styttingslegu stef, sem lýsa því i sem styztu máli, sem þau eiga að lýsa, þar er eng- um tón ofaukið, og ekkert þó látið ósagt. Annað atriði, sem einkennir verk Sigfúsar, er lál- leysið í yfirbragði þeirra, lnn eðlilega, svikalausa fram- setning, hjáróma fjálgleikur eða innantómar aflraunir eiga sér þar hvergi stað. Þó skortir Sigfús livorki kraft né viðkvæmni; hinn óhilandi norræni kraftur lýsir sér einna hezt í laginu Island, og viðkvænmin í ótal smá- lögum, sem sum eru hreinar perlur, og mörg þeirra allt of lítið kunn. Menn gera sér víst minna grein fyrir því en skyldi, live þjóðleg öll tónlistarstarfsemi Sigfúsar er. Lang- mestur hlutinn af tónsmiðum hans er saminn við ætt- jarðarkvæði og kvæði um íslenzka náttúru. En sérstöku ástfóstri hefir hann tekið við stökurnar og lausavís- urnar. Hefir hann samið lög við margar þær heztu af þeim, sem lifa á hvers manns vörum, og hafa úr því orðið litil meistarverk, sem eru svo sérkennilega þjóðleg, að maður hlýtur að segja með sjálfum sér: Þetta lag er íslenzkt, og hafði Iivergi getað orðið til nema á íslandi. Og þetta er áreiðanlega öruggur mæli- kvarði á þjóðlega list. Sigfús er ekki nema sexlugur, og hann á margt eftir að vinna, síðustu verk hans sýna, að list lians er enn að þroskast og skirast. Ég ætla því ekki að taka fram fyrir höndurnar á forlögunum og leggja neinn fulln- aðardóm á verk hans, að svo komnu. Þeir, sem unna lisl hans, óska honum þess á heiðursdegi lians, að hann megi hljóta enn meiri gæfu á komandi árum en hann hefir ált. Hann hefir átt því láni að fagna, að eiga við hlið sér konu, sem hefir unnað tónlistinni engu minna en hann, og hann á tvö hörn, sem hæði starfa að tón- list og hafa getið sér góðan orðsti meðal annara þjóða. Ég vil ljúka þessum orðum, með þeirri ósk, að gæfa

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.