Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Side 33

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Side 33
Edward Grieg 27 honum, að sig langa'ði til að verða lónskáld. Eftir þetta samtal við foreldrana, kom hann lil drengsins og sagði við hann: „Þú átt að fara til Leipzig, og verða tón- skáld.“ Grieg var þá 15 ára gamall. Honura fanst ekk- ert i heiminum eins sjálfsagt og þetta. Leijjzig! Hábörg rómantiskrar tónlistar. Borg Schu- manns og Mendelsohns. Frægur tónlistarbær um marg- ar aldir. Borg Baclis og fæðingarborg Richard Wag- ners. Grieg skundaði þangað, fullur af tilhlökkun, til þess að stunda nám við konunglega tónlistaskólann i horginni. Hann sá sjálfan sig í anda að loknu námi eins og nokkurskonar töframann, sem allir undruðust. Hann varð fyrir vonbrigðum fyrst i stað. Borgin þótti honum þunglamaleg, göturnar þröngar, fullar af ókunn- ugu fólki, og kaldir liúsveggirnir gnæfðu við himininn. Þetta var ólíkt átthögunum. Hann kvaldist af heim- þrá. Þarna var hann kominn, 15 ára drengur, í ókunn- ugt land og innan um ókunnugt fólk. Hann fór upp á herbergið sitt og grét timunum saman, þangað til liann var sóttur i matinn. Húsbóndinn reyndi að hugga hann: „Sehen Sie, mein lieber Herr Grieg, das ist ja dieselbe Sonne, dersell)e Mond, derselbe liehe Gott wie hei Ihnen zu Hause!“ En hvorki sólin, tunglið eða „der liebe Gott“ gat lmggað hann. En brátl vann hann hug á heimþránni og tónlistanámið tók hann allan. Fyrslu kennarar hans voru ekki að hans skapi. En siðar varð Moritz Hauptmann kennari hans í liljóm- fræði og Ignaz Moscheles kennari hans í píanóspili. Þetta voru menn eftir hans höfði. Sá siðarnefndi var einhver frægasti píanóleikari sinna tima. Þegar Grieg kom i tímana til hans og hafði spilað nokkra takta í laginu, sem hann átli að skila, þá ýtti stundum Mos- „tekniska“ leyndardóma, jafnframt þvi sem liann dáð- cheles honum gætilega úr sætinu og sagði „Nun liören Sie, wic icli das mache“. Þá la'rði Grieg af honum marga

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.