Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Síða 34

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Síða 34
Baldur Andrésson 28 ist að andagiftinni. — Hann útskrifaðist úr skólanum 19 ára, nieð bezta vitnisburði. Meðan Grieg var við nám, veiktist hann af lungna- berklum, og var frá námi um hríð. Hann náði þó l'ljólt sæmilegri beilsu, en siðan hafði liann aðeins annað lungað. Hann varð þó 74 ára gamall, enda gætli hann vel heilsu sinnar. Norræn túnlist. Að loknu skólanáminu fór Grieg heim lil Bergen og liélt þar hljómleika. Hann vildi verða tónskáld. En hann hafði ekki fundið sjálfan sig ennþá. Ilann kærði sig ekki um að stæla þýzku tónskáldin og verða „þýzk- ur“ i tónsmíðum sínum, því hann var ekki Þjóðverji. í Danmörku voru um þessar mundir tvö merkileg tón- skáld, þeir tíade og Hartmann, sem sóttu yrkisefni sín bæði í sögu Dana og Norðmanna. Þannig hafði Harl- mann samið „Hákon jarl“, „Ólaf helga“ og „Yalkyrj- una“, og Gade kórverkið „Elverskud“ (þ. e. „Ólalur liljurós“). Þetta var kölluð „norræn músik“, og stund- um var þessi tónlistastefna nefnd: „Skandinavismus".. Grieg hélt, að þessir menn væru á réttri leið og vildi kynnast þeim sjálfum. Hann fór þvi til Kaupmanna- hafnar um vorið 1863 og heimsótti Gade. „Hafið þér samið nokkuð?“ spurði Gade. „Nei,“ sagði Grieg. „Far- ið þér þá heim til yðar og semjið hljómkviðu“. — Á 14 dögum varð fyrsti kaflinn til. Gade bvatti hann íil að Ijúka verkinu, því honum leizt vel á byrjunina. Grieg lauk síðar við hljómkviðuna og var hún spiluð af hljómsveitinni í Tivoli 1864. — Gade var um þess- ar mundir mest metinn og áhrifamestur tónsnillingur á Norðurlöndum. Aðeins 25 ára að aldri vann hann sér heimsfrægð með Ossianforleiknum og fyrstu liljóm- kviðunni sinni. í þessum verkum var ósvikinn norrænn tónn og norrænn andi. Schumann og Mendelsolm fögn- uðu honmn sem brautryðjanda norrænnar tónlistar.

x

Heimir : söngmálablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.