Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 35

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 35
Echvard Grieg 29 Hann gjörðist samverkamaðnr Mendelsohns og vinur og síðar eftirmaður hans við Gewandhaushljómsveitina i Leipzig, og var hann þá um tíma einn af atkvæða- mestu tónlistamönnum álfunnar. En þegar ófriðurinn milli Danmerkur og Þýzkalands brauzt úl árið 1818, hvarf hann aftur heim lil Kaupmannaliafnar. En Gade hafði keypt frægðina og framan í útlandinu dýru verði, því liin nánu kynni hans af þýzkri rómantík og for- kólfum þeirrar stefnu, sérstaklega þó Mendclsohn, varð til þess, að hann smám saman glataði að mestu séreðli sínu sem norrænt tónskáld, en Mendelsohnskur róm- antismi rann honum i merg og l)lóð að sama skapi. — Grieg varð l)ráll ljóst, að hin norræna músik Gades var undir sterkum þýzkum álirifum. Og nú vaknaði sú spurning i huga hans, hvorl liann sjálfur ætti að fylgja stefnunni á þessum grundvelli eða ekki, — verða „skan- dinaviskur“. Hann þekkti lög, sem stóðu lijarta hans nær en öll önnur lög. Það voru norsku þjóðlögin. Vin- ir hans, Ole Bull og Halfdan Iíjerulf, höfðu ausið úr norska þjóðlagaauðinum og eru lögin þeirra dýrar perl- ur, eins og „Sunnudagur selstúlkunnar“ eftir Ola Bvdl og „Nykurinn“ o. fl. eftir Kjerull'. En þetla voru smá- lög, næstum þjóðlög. En var liægl að reisa máttuga og viðfeðma list á þjóðlögunum norsku? Grieg laldi það fráleitt. Hann liafði enga trú á að það mætti takast. Norsk tónlist. En þá vildi það til kvöld eitt, að skáldkonan norska Magdalena Thoresen liitti Grieg í Tivoli, og var ung- ur maður i för með henni. Maðurinn var Rikard Nord- raak, höfundur norska þjóðsöngsins „Ja, vi elsker dette landet“ („Heyrið morgunsöng á sænum“). Þegar Nord- raak liafði verið kynntur Grieg, sagði hann þessi allt annað en látlausu orð: „Nei! Þá hittumst við hérna loksins bæði mikilmennin!“ Þeir voru háðir um tví- tugt og hvorugur enn orðinn frægur, og virðast þvi þessi

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.