Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Síða 36

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Síða 36
30 Baldur Andrésson stollu orð Nordraaks næsta brosleg. — Þeir urðu sam- ferða lieim lil Nordraaks um kvöldið, og setlist Nord- raak við píanóið og spilaði iög eftir sig við kvæðin i sveitasögum Björnsons („Árni“, „Sigrún á Sunnuhvoli41 og „Kátur piltur“). Lögin voru í anda norsku þjóðlag- auna. Grieg var mjög hrifinn. Lögin liöfðu mikil áhrif á liann, einmitt vegna þess, að tónninn í þeim var norsk- ur. Nordraak sannfærði Grieg um, að hægt væri að skapa þjóðlega norska tónlist, og hann talaði kjark í hann og sagði honum, að norskt tónskáld ætti auðvit- að að vera þjóðlegt í lögum sínum. Annars slægi það eintóm vindhögg. Nordraak var hrifinn af öllu því, sem var norskt. Við öðru vildi haun ekki líta. Hann var ofurhugi, áliug- inn eldheitur og sjálfstraustið óbilandi. Og liann vissi Iivað liann vildi. Hann lireif Grieg með eldmóði sínum. Þeir söktu sér saman niður í norskar hókmenntir, sögu þjóðarinnar, þjóðkvæðin og þjóðlögin, og mátu það ávalt mest, sem var nor.slct i þeim. Nú liafði Grieg fund- sið sjálfan sig. Og nú samdi liann livert verkið öðru lætra. Hin tignarlega píanósónata í e-moll og fiðlu- sónatan í f-dúr urðu til á augnahliki. Vini sinum Nord- raak tileinkaði hann „Humoreske“ (Op. 6), rammnorska og byggða á stökkdansi frá Þrændalögum. Nordraak varð mjög hrifinn af laginu og sagði við Gxáeg: „Það er alveg eins og eg hefði samið það sjálfur!“ Um Grieg má segja það sama og sagt var um landa lians Lindeman. Það var eitthvað á þessa leið: „Hann leiðir drottninguna út úr berginu — þjóðlagið — hina fögru brúði. Hún er þess verð, að skrýðast pelli og purpura“. Nordraak er það að þakka, að Grieg fékk áræði til þess að leiða brúðina fram í því skarti, sem hann gaf henni. Grieg fór þannig að, að hann tók norsku þjóðlögin, slípaði þau eins og gimstein, og grevpti í dýra umgjörð,

x

Heimir : söngmálablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.